Framsóknarvinafélagið

Þessi bloggfærsla er ekki tengd við neina sérstaka frétt. Af nógu er svo sem að taka:

Bjarni og Guðni sögðu af sér.
Jónína Ben gengin inn með pólska stólpípu og alles.
Guðmundur góði Steingríms (ég hef áhyggjur AF þessu, ég verð að segja það) genginn inn.
Bjarni genginn út (fékk hann stólpípu eða vildi hann ekki fá stólpípu?).
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Halldórsarmsins mótmælir spillingu einhvers annars flokksarms.

Ég hef alveg misskilið tilgang þessa flokks. Tilgangur hans er náttúrlega ekki pólitík. Hann er skemmtikrafturinn á sviði stjórnmálaflokkanna.

Framsókn er nú í útrýmingarhættu. Það má ekki verða að þessi brandaraflokkur deyi út. Þess vegna lýsi ég yfir stofnun Framsóknarvinafélagsins. Tilgangur félagsins er að vekja athygli kjósenda á að Framsókn er eingöngu til þess að hlæja að. Það er ekki nauðsynlegt að hafa kosið eða ætla að kjósa Framsókn til að geta verið í Framsóknarvinafélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Björgvin!

Hef ekki séð þig á blogginu áður. Það er gott að tengja við fréttir, þegar manni finnst það gott og í byrjun nær nauðsynlegt, því annars færðu nær enga lesendur.

Síðan, þegar maður er orðinn pínulítið þekktur, er hægt að byrja að blogga sjálfstætt. Það tekur hins vegar langan tíma!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.1.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Takk fyrir ábendinguna Guðbjörn.

Björgvin R. Leifsson, 7.1.2009 kl. 21:30

3 identicon

Börnin mín eiga erfitt með að halda íbúðunum sínum, þrátt fyrir reglusemi

og góðan vilja. Bankafólkið laug. Stjórnmálamennirnir lugu. Fjölmiðlarnir
lugu. Hvernig getur ungt fólk treyst bankastofnunum eða þingfólki hér
eftir. Hvernig  getur  fólkið reitt sig á að fjölmiðlar segi satt og rétt
frá, þegar þeim er stjórnað af auðklíkum, sem hafa hagsmuna að gæta.
  Unga fólkið hefur misst trúna á fólkið og landið. Unga fólkið hefur misst
trúna á sjálft sig.
Gamla samvinnuflokknum hans pabba, var nauðgað af flokksforystunni fyrir
nokkrum árum, það var kallað að nútímavæða flokkinn. Sjálftaka,svindl,sukk
og sóðaskapur, einkenndu gjörðir hans flestar. Allir okkar verstu og
umdeildustu gjörningar síðustu ára má  að miklu leyti skrifa á  það vanhæfa
fólk sem stóð í stafni í nafni flokksins, á þessum tíma. það er
lítilsvirðing við látna leiðtoga þessa flokks að halda honum á lífi. Best
væri að stofna nýjan flokk sem starfaði í anda samvinnu og
félagshyggju, með sérstaka áherslu á landsbyggðina. En úr því sem komið er,
þá styð ég heilshugar byltingu. Ný nöfn, ný adlit, ekkert minna.
Ríkisstjórnin ræður ekki við vandann. Hún sofnaði á verðinum. Fór of seint
af stað, og ýmsar ákvarðanir því flausturslegar og vanhugsaðar. Þá hefur
hún sýnt útrásardólgunum ótrúlega linkind.
Utanþingsstjórn vil ég fá sem allra fyrst.
Hvar eru mörkin milli græðgis og glæpar? Hvenær er maður þjófur og hvenær
er maður ekki þjófur?

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:38

4 identicon

Ég vil gerast félagi í Framsóknarvinafélaginu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 02:13

5 Smámynd: Karl Tómasson

Guðbjörn.

Inn á hvaða reikning leggur maður félagsgjaldið?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 9.1.2009 kl. 18:13

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Af hverju spyrðu Guðbjörn? Það var ég, sem stofnaði félagið. Ef þú leggur félagsgjaldið inn á einkareikning minn mun ég umsvifalaust sukka fyrir það - í anda klassískrar framsóknarspillingar.

Björgvin R. Leifsson, 9.1.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband