Vil síður að VG sitji í umboði frammara.

Nú hefur hin "nýja" Framsókn komið með aldeilis flott útspil - að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs falli fram að kosningum í vor að því gefnu að núverandi stjórn springi. Með þessu eru frammarar að segja að þeir megi ekki vera að því að sitja í slíkri stjórn því að þeir séu í pólitískri nafnaskoðun á eigin fortíð en ætli síðan að koma tandurhreinir til leiks í vor án þess að hafa fengið á sig blett af stjórnarsamstarfi fram að þeim tíma.

Ég vona svo sannarlega að þingflokkur VG gleypi ekki við þessu gylliboði. Fari núverandi ríkisstjórn frá fer best á því að forseti Íslands skipi utanþingsstjórn þar til hægt verður að kjósa í vor. Hitt er rétt sem kemur fram í fréttinni að það þarf að kjósa til stjórnlagaþings sem fyrst og helst samtímis alþingiskosningum svo þjóðin geti sett sér nýja stjórnarskrá, ný grunnlög.


mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Nú get ég svo sem verið því sammála að utanþingstjórn sé besti valkosturinn. Hins vegar er það ljóst að með þessu snjalla útspili Framsóknarflokksins er boltinn algjörlega hjá Samfylkingunni. Nú geta þeir ekki skýlt sér lengur á bak við afsakanir um "stjórnleysi", flokkurinn verður einfaldlega að velja hvort hann sparkar í rassgatið á sér og gefur ríkisstjórnarhræinu náðarhöggið eða hvort hann mun sitja í snörunni með Sjálfstæðisflokknum og verða refsað harkalega af kjósendum. Þess vegna er þetta flott útspil hjá Sigmundi.

Guðmundur Auðunsson, 21.1.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég er alveg sammála þér að útspil hins nýja formanns frammara er alveg eitursnjallt og það verður fróðlegt að sjá hvað kratar gera.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband