Nú er bara tímaspursmál hvenær kratar éta ofan í sig yfirlýsingar dagsins

Ég sagði í annarri færslu í dag eftir að Geir hinn ókúgaði lýsti því yfir að hann og Solla táknræna ætluðu ekki að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga, að frjálshyggjuvaraformaður kratanna og kratafélagið í Reykjavík mundu fljótlega éta ofan í sig fyrri yfirlýsingar dagsins. Nú er þingflokkur kratanna búinn að gefa tóninn: Alger þjónkun við formanninn og helstefnu íhaldsins. Ég spái því að allar tillögur á kratafundinum í Reykjavík um stjórnarslit - ef þær þá koma fram - verði felldar og að ágúst Ólafur dragi fyrri yfirlýsingu um kosningar í vor til baka.
mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sitja heima og blogga, finndu einhverja leið til að setja þessu fólki stólinn fyrir dyrnar.

Þú hefur rétt fyrir þér, þeir láta ekki segjast, en mega ekki sitja áfram, það er beinlínis hættulegt samfélaginu.

Held að pottar og pönnur hreinlega nægji ekki. Ótrúlegt að þetta fólk ætli að láta málin þróast yfir á næsta stig.

bogi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Bogi og takk fyrir innlitið. Ég bý úti á landi og er veikur heima þannig að ég á óhægt um vik í augnablikinu að geramikið meira en að blogga um ástandið, vonandi að mín hógværu innlegg hafi eitthvað pínulítið að segja.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband