Formaðurinn býður upp á kosningar ...

... en ekki stjórnarslit og gefur þar með félögum sínum í reykvíska kratafélaginu langt nef. Á meðan bullar Össur um stjórnarkreppu rétt eins og hann viti ekki að það er hægt að búa til starfsstjórn með ýmsum ráðum þar til ný stjórn tekur við völdum eftir kosningar.

Mótmælendur vilja bæði kosningar og stjórnarslit - og síðarnefnda atriðið ekki seinna en strax. Það vill hins vegar enginn stjórnarkreppu og því verður að leggja drög að starfsstjórn strax e.t.v. í samráði við forsetann, sem einn getur skipað utanþingsstjórn.

En burtséð frá því hvernig starfsstjórn verður skipuð, þá þýðir ekki að ætla að bjóða fólki upp á sömu ríkisstjórn áfram í marga mánuði í viðbót. Það er ávísun á frekari og magnaðri mótmæli. Afstaða formannsins er enn eitt dæmið um þann hroka og yfirgang, sem ISG sýnir þjóðinni og nú einnig flokkfélögum sínum.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband