Utanríkisstefna Obama - bergmál frá Bush?

Skv. frétt á mbl. is frá 7. nóvember sl.:

Obama sagði "að það sé ekki hægt að sætta sig við það að Íranar vilji koma sér upp kjarnorkuvopnum", og hvatti "írönsk stjórnvöld til að hætta að styðja hryðjuverkahópa."

Það var og. Fyrir Íraksinnrás voru engir hryðjuverkahópar starfandi í Írak og engin gereyðingavopn þar að finna. Eftir innrás er enn engin írösk gereyðingarvopn þar að finna (en etv bandarísk) og allt morandi af al Quaida liðum. Það skyldi þó aldrei vera að meint kjarnorkuvopnaframleiðsla írana sé stórlega orðum aukin af CIA og Bush stjórninni. Amk styðja íranar ekki al Quaida - frekar en írakar gerðu. Ef Obama ætlar að apa utanríkispólitík Bandaríkjanna gagnvart Íran eftir Bush stjórninni er mjög líklegt að hið sama verði uppi á teningnum gagnvart síonistunum í Ísrael og Palestínumönnum. Það er ekki nóg að ætla að draga herliðið út úr Írak en ætla að halda áfram "stríðinu gegn hryðjuverkum" að öðru leyti. Þá mun lítið breytast í Miðausturlöndum þó að nýr Bandaríkjaforseti sé svartur demókrati.


mbl.is Lofar að taka á efnahagsvandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband