... og fasisminn ríður í hlað.

Í "fánahyllingunni" um daginn var fólgin pólitísk yfirlýsing um þjónkun Alþingis undir auðvald landsins, sem hefur leitt almenning í þá stöðu, sem hann er í núna. Með því að handtaka þann er stóð að þessum gjörningi afhjúpar lögreglan sig sem eitt af tækjum valdhafa og ráðandi stétta til að viðhalda ríkjandi skipulagi. Þessi einstaklingur er nú pólitískur samviskufangi ríkisstjórnarinnar. Hvar er Amnesty International núna?
mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

ES búið er að sleppa fanganum - eftir að einhver ónafngreindur einstaklingur greiddi sektina. Það er út af fyrir sig ágætt en hitt stendur óhaggað að hér var um pólitíska fangelsun að ræða.

Björgvin R. Leifsson, 22.11.2008 kl. 18:25

2 identicon

Mannréttindasamtök mættu að ósekju hafa auga með því sem hér er að gerast. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að hafa samúð með samviskuföngum í öðrum löndum og í mörgum tilfellum fordæma þá sem loka þá inni en varla er fólk fangelsað fyrir það sem það hugsar. Það hýtur að hafa gert eitthvað. Eins og dreyfa bæklingum, standa fyrir mótmælum, draga upp fána, klifra upp í krana.....

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Alveg rétt Húnbogi. Þetta eru voðalegir glæpir geng "valdstjórninni" og "almannareglu" ;)

Björgvin R. Leifsson, 22.11.2008 kl. 20:29

4 identicon

Ég lenti þarna fyrir tilviljun. Var að koma af mótmælunum við Austurvöll með strætisvagni á Hlemmtorg og þurfti að bíða í 15 mínútur eftir næsta vagni og sá þennan mannfjölda við lögreglustöðina og fór að athuga hvað væri um að vera.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband