IMF lánar Íslandi gegnum Pólland

Um daginn var sagt frá því í fréttum að Pólland ætlaði að vera með í lánapakkanum handa Íslandi. Nú bregður svo við að þeir þurfa lán sjálfir. Nú koma nokkrir möguleikar til greina:

1. IMF er að láta okkur fá leynilegt viðbótarlán gegnum Pólland.

2. Við afþökkum lánið frá Pólverjum til að þeir þurfi ekki á IMF aðstoð að halda, svo þeir þurfi nú ekki að hækka stýrivexti og minnka opinber umsvif eins og við en öfugt við alla aðra.

3. Við endurgreiðum Pólverjum lánið strax ef það er þegar komið (og minnkum þannig vaxtabyrðina hja okkur töluvert) eða endurgreiðum það um leið og það kemur.

4. Við lánum Pólverjum sjálf sömu upphæð og þeir lána okkur. Þá er IMF farinn að lána Póllandi gegnum Ísland.


mbl.is Pólland fær lán hjá Alþjóðabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Valkostur 1) hljómar mest freistandi...

Haraldur Baldursson, 23.12.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband