Er byltingin hafin?

Afleiðingar þess að ríkisstjórn íslenskra útrásarvíkinga situr sem fastast eru nú óðum að koma í ljós og margir bloggarar tala jafnvel um byltingu í því sambandi. Ef grannt er skoðað er sú bylting, sem þjóðin vill ekki ýkja róttæk. Ég hef t.d. engan heyrt né séð krefjast pólitískrar valdatöku verkalýðsins og afnáms einkaeignar á framleiðslutækjum þjóðarinnar (en sú einkaeign er það siðleysi, sem kapítalisminn byggir á). M.ö.o. enginn fer fram á kommúníska þjóðfélagsbyltingu í augnabliinu, enda ekki skilyrði til þess í þjóðfélaginu - enn þá.

Nei, krafa fólksins er í rauninni mjög hógvær. Úr því að ríkisstjórn óþjóðalýðsins neitar að fara frá og boða til kosninga ætlar fólkið að koma henni frá og láta boða til lýðræðislegra kosninga. Fólkið vil sem sé stjórnvaldsbyltingu og það af hógværustu sort - það er ekki eins og þjóðin sé tilbúin með nýja ríkisstjórn. Nei, þjóðin vill fá að kjósa á ný. Hógværara getur það varla orðið.

En eftir því sem ríkisstjórn íslenskra óþokka (RÍÓ) situr fastar er aldrei að vita hvaða stefnu byltingin tekur ...


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já..hún er hafin!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:53

2 identicon

Ég tel að ef ríkisstjórnin hrökklast frá beinlínis vegna mótmælanna, þá mun það hækka þjóðina í áliti á alþjóðavísu og ekki veitir af. Það var til dæmis vegsauki fyrir filipseyinga hvernig þeir hröktu hinn spillta Marcos frá fyrir tveim áratugum.

Hvernig munu þeir sem tala illa um mótmælendur afsaka sinn þátt, þegar allt er afstaðið?

Og önnur spurning: Hvernig er andrúmsloftið á Húsavík? Er grundvöllur fyrir stuðningsmótmælum þar?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað stefnu byltingin tekur er óráðið á þessari stundu.

Langæskilegast væri að verkalýðurinn tæki völdin og einkaeign á framleiðslutækjum afnumin. Semsé: kommúnísk bylting. Hinsvegar er ég ekki eins viss um hvort fólkið í landinu sé tilbúið að taka svo stórt skref.  

Jóhannes Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Húnbogi. Andrúmsloftið á Húsavík gæti verið að breytast - frá álveri og álverssinnum í "eitthvað annað" í boði VG. Við getum sem sé fengið kísilflöguverksmiðju ef sveitarstjórinn og skósveinar hans koma ekki í veg fyrir það. Enn fremur var haldinn hér borgarafundur sl. laugardag vegna nýjustu afreka stuttbuxnalallans í heilbrigðisráðuneytinu. Ég á nú ekki von á að neitt gerist um næstu helgi en ef ríkisstjórnin fer ekki að láta sér segjast væri hægt að skoða einhvers konar mótmæli um aðra helgi.

Björgvin R. Leifsson, 20.1.2009 kl. 23:16

5 identicon

Það er áhugavert að fylgjast með formanni VG boða stóriðju við Húsavík gegn því að virkjað verði í Þingeyjarsýlsu. Sá maður er sá hinn sami og barðist fyrir lokun Kísilverksmiðju í Mývatnssveit og honum tókst það og fagnaði því opinberlega. Hver getur tekið mark á svona stjórnmálamanni?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:14

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Hjálmar Bogi, framsóknarmaður og stuðningsmaður meirihlutans í sveitarstjórn Norðurþings. Hugsanleg kísilflöguverksmiðja þarf mun minni orku en álver og líklega er nú þegar til næg orka. Það sama er ekki hægt að segja um orku fyrir álver og sér ekki fyrir endann á því máli. Hugsanleg kísilflöguverksmiðja er af allt annarri stærðargráðu en það álver, sem stefnt er að, þ.m.t. varðandi mengun. Kísiliðjan í Mývatnssveit var við það að verða umhverfisstórslys.

En hvernig stóð á því að einn fulltrúi Framsóknar í sveitarstjórn Norðurþings greiddi atkvæði GEGN tillögu fulltrúa VG um að kannaðir yrðu möguleikar á að reisa hér áburðarverksmiðju?

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband