Ríkisstjórnin verður að fara

Það er aðeins áfangasigur að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ákveðið að boðað verði til kosninga í vor. Krafa meginþorra þjóðarinnar er að ríkisstjórnin segi af sér - núna!

Þetta eru hins vegar hrikalegar fréttir af heilsufari Geirs. Öll þjóðin hlýtur að óska honum - og Ingibjörgu - góðs bata.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Þá spyr ég þig, hvað á svo að gera?? Hverjir eiga að taka við fram að kosningum??

Þorsteinn Þormóðsson, 23.1.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Þorsteinn. Ég hef í fyrri bloggum lýst þeirri skoðun minni að best sé að forsetinn skipi utanþingsstjórn þar til ný stjórn tekur við að loknum kosningum.

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þjóðstjórn, sammála.

Villi Asgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Villi. Þjóðstjórn er reyndar ekki það sama og utanþingsstjórn. Utanþingsstjórn er skipuð (af forseta) fólki, sem ekki á sæti á Alþingi. Þjóðstjórn er aftur á móti ríkisstjórn allra flokka, sem eiga sæti á Alþingi. Ég sé nú ekki að því verði við komið núna eftir það sem á undan er gengið þó að VG hafi verið til viðræðu um þjóðstjórn í haust.

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 14:18

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Utanþingstjórn er málið fram að kosningum, hennar bíður mikið tiltektarstarf og hreinsun í skúmaskotum.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 14:32

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki gleyma stjórnum Seðlabanka og FME.

Bataóskir til Geirs.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:48

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Utanþingsstjórn var það, heillin.

Villi Asgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband