Í tilefni dagsins

Hér eru tvær vísur úr Ésúrímum eftir Tryggva Magnússon, sem teiknaði Spegilinn upp úr miðri síðustu öld, skráðar af Helga Hóseassyni eftir minni.

Öll veit borgin atburð þann,
eyðið sorg og voli.
Árla morguns upp reis hann
eins og Þorgeirsboli.

Skelkur flaug í sálarsvið,
sérhver taug var fangin.
Ekki er spaug að eiga við
allan draugaganginn.

Hér er dýrt kveðið með innrími en slíkar ferskeytlur eru oft nefndar hringhendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Helgi Hóseasson stóð á Lækjartorgi, fyrir mörgum árum með mótmælaspjald, hafði ég gaman að því að ræða við karlinn. Fékk hjá honum eithvað af fjölrituðum blöðum með kveðskap og ýmsu fleiru. Á það vonandi ennþá eitthvers staðar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband