Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Niðurstöður skoðanakannana í janúar

Í janúar spurði ég tveggja spurninga:

1. Tekur þú undir mótmælin á Borginni á gamlársdag 2008? 130 svöruðu og skiptust svörin nánast til helminga í já og nei.

2. Styður þú mótmæli gegn ríkisstjórninni við Alþingishúsið 13. janúar 2009? Marktækur meirihluti svaraði játandi skv. einföldu kjí-kvaðrat prófi.

Eins og í desember má hafa alla fyrirvara við gæði úrtakanna.


Þvílíkt yfirklór!

Eftir meira en 100 daga frá bankahruni tekur (eða er látinn taka) einn af ráðherrum kratanna pokann sinn. Allan þennan tíma hefur Samfylkinginn þverskallast við að láta nokkurn sæta nokkurri ábyrgð og í hvert skipti, sem einhver í hennar röðum hefur ljáð máls á slíku hefur formaðurinn verið fljót að þagga niður í viðkomandi.
Nú segir framkvæmdastjóri kratanna að stórleikur Björgvins G. í dag hafi veitt krötunum frumkvæði í stjórn landsins! Hvaða endemis bull og vitleysa er þetta? Þýðir þetta t.d. að ef íhaldið lætur einn ráðherra fara og e.t.v. seðlabankastjóra með að þá sé staðan aftur orðin 1:1 í frumkvæðinu? Þýðir þetta að ef kratarnir halda áfram að mjatla af sér eins og einn ráðherra á dag að þá aukist þar með frumkvæði þeirra þar til þeir vinna frumkvæðiskapphlaupið þegar enginn krataráðherra er eftir í ríkisstjórninni?
Eða er maðurinn bara orðinn kexruglaður?
mbl.is Samfylkingin hefur náð frumkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BB auglýsir að þingmenn VG styðja mótmælendur

Á dauða mínum átti ég von en ekki því að Björn Bjarnason mundi taka að sér að auglýsa stuðning þingmanna VG við mótmælin gegn ríkisstjórninni á þriðjudag og undanfarna daga. Batnandi Birni er best að blaðra. Ætli hann endi ekki bara sem aktífisti á gamals aldri?
mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn foringi

Nú er að verða ljóst að samþykktir margra kratafélaga í vikunni um tafarlaus stjórnarslit verða hundsaðar og allir þvingaðir inn á vilja formannsins. Ég sagði fyrr í vikunni þegar hvein hæst í frjálshyggjuguttanum í varaformannsstólnum og fleiri eðalkrötum að formaðurinn ætti eftir að tala. Og þegar foringinn talar þá þegja undirsátarnir, hlusta og segja: Skal gert!
mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldsbloggarar að fara á límingunum

Íhaldsbloggarar keppast nú við að lýsa andúð sinni á VG og þeim vilja flokksins að ríkisstjórnin fari frá strax og kosningum verði flýtt. Þó er þeim fullljóst að meirihluti þjóðarinnar vill það sama. Hræðsluáróðurinn gegn VG er með ólíkindum miðað við að VG er eini flokkurinn fyrir utan smáflokkana, sem ekki hefur komið nálægt ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins frá 1991.

VG er eini flokkurinn, sem hefur eindregið lagst gegn og varað við þeirri einkavæðingarstefnu íhaldsins og meðreiðarflokka þess, sem leitt hefur þjóðina út í það efnahagshrun, sem hún er komin í.

VG er eini flokkurinn, sem hefur eindregið lagst gegn og varað við þeirri stóriðjustefnu íhaldsins og meðreiðarflokka þess, sem leiddi til gífurlegrar þenslu í þjóðfélaginu, sem erum apð súpa seyðið af núna, og stórkostlegra náttúruspjalla, sem enn sér ekki fyrir endann á.

VG er eini flokkurinn, sem hefur bent á að einkavæðingarstefna íhaldsins og meðreiðarflokka þess myndi leiða til stórskerðingar og verðhækkana á opinberri þjónustu við almenning, þ.e. niðurskurð á velferðarkerfinu, sem kemur alltaf betur og betur í ljós, nú síðast með útspili heilbrigðisráðherra.

VG er eini flokkurinn, sem hefur stutt uppbyggingu smárra og meðalstórra fyrirtækja og sprotafyrirtækja í stað óheftrar stórðiðju.

VG er eini flokkurinn, sem vill hverfa frá einkavæðingarstefnunni og byggja þess í stað aftur upp ódýra, opinbera þjónustu í velferðarkerfinu, svo sem ókeypis menntun og heilsugæslu.

VG er sá klettur, sem staðið hefur gegn helstefnu íhaldsins gagnvart almenningi þessa lands og hefur leitt okkur þangað sem við erum núna á meðan meðreiðarflokkar íhaldsins hafa bogna og brotnað.

VG er eini flokkurinn, sem hefur tekið heils hugar undir kröfurnar um ríkisstjórnina burt og kosningar - alveg frá því í haust.

Er nema von að íhaldinu sé órótt.


mbl.is Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin verður að fara

Það er aðeins áfangasigur að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ákveðið að boðað verði til kosninga í vor. Krafa meginþorra þjóðarinnar er að ríkisstjórnin segi af sér - núna!

Þetta eru hins vegar hrikalegar fréttir af heilsufari Geirs. Öll þjóðin hlýtur að óska honum - og Ingibjörgu - góðs bata.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknrænar kosningar?

Nú keppast kratafélög um að krefjast bæði kosninga og stjórnarslita en hvorki Össur né Ingibjörg vilja híð síðarnefnda. Enn er eftir að koma í ljós hvað varaguttinn hefur til málanna að leggja í dag - ef nokkuð.

Það skyldi þó aldrei vera að krataformaðurinn vilji bara táknrænar kosningar í vor - en engin stjórnarslit, hvorki fyrir né eftir kosningar? Að kosningar verði bara formsatriði til að róa skrílinn, sem hvort sem er er ekki þjóðin.


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaðurinn býður upp á kosningar ...

... en ekki stjórnarslit og gefur þar með félögum sínum í reykvíska kratafélaginu langt nef. Á meðan bullar Össur um stjórnarkreppu rétt eins og hann viti ekki að það er hægt að búa til starfsstjórn með ýmsum ráðum þar til ný stjórn tekur við völdum eftir kosningar.

Mótmælendur vilja bæði kosningar og stjórnarslit - og síðarnefnda atriðið ekki seinna en strax. Það vill hins vegar enginn stjórnarkreppu og því verður að leggja drög að starfsstjórn strax e.t.v. í samráði við forsetann, sem einn getur skipað utanþingsstjórn.

En burtséð frá því hvernig starfsstjórn verður skipuð, þá þýðir ekki að ætla að bjóða fólki upp á sömu ríkisstjórn áfram í marga mánuði í viðbót. Það er ávísun á frekari og magnaðri mótmæli. Afstaða formannsins er enn eitt dæmið um þann hroka og yfirgang, sem ISG sýnir þjóðinni og nú einnig flokkfélögum sínum.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaðurinn á eftir að tala

Humm. Það virðist sem ég þurfi að éta ofan í mig mína hógværu spá í fyrri bloggum í dag um að kratar myndu éta ofan í sig stóru orðin síðan í dag.

En ég ætla samt að bíða með það þar til formaðurinn hefur talað við sína undirkrata. Verði þetta hins vegar niðurstaðan verður mín hógværa spá kokgleypt með ánægju.

Ég ítreka enn fremur þá skoðun mína að ef til stjórnarslita kemur fer best á því að forseti skipi utanþingsstjórn þar til ný stjórn verður mynduð að loknum kosningum. Og að sjálfsögðu verður að kjósa til stjórnlagaþings, þar sem þjóðin setur sér nýja stjórnarskrá. Það má ekki gleymast.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftæði!

Ef stjórnin hættir verður skipuð starfsstjórn, t.d. utanþingsstjórn af forseta Íslands, fram að kosningum. Þannig er það kjaftæði hjá Geir hinum ókúgaða að allt uppbyggingarstarf á vegum stjórnvalda stöðvist fram að kosningum. Jafnvel er ekki ólíklegt að uppbyggingarstarf slíkrar starfsstjórnar yrði meira og markvissara en það sem núverandi ríkisstjórn er að gera.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband