Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Datt mér ekki drulla í hug ...

... Davíđ áfram situr.
Vísar Jóku víst á bug,
vondi kallinn bitur.

Hvernig losna skal viđ skömm?
Skít, sem situr fastur?
Hand- má enga vćna, vömm
á villing, sem er hastur.

Rektu kallinn, ráđherra,
rum, sem stađan bola.
Hafđu annars háđ verra
en hentistefnurola.

Fyrir dyrum vond er vá:
Vill hann ekki fara.
Látt'ann út af launaskrá,
ljóta strákinn bara.

Stjóra Seđlabanka burt,
breytum vondum lögum:
Skítlegt eđli skal ei kjurt,
sem skömm er ţjóđarhögum.

Verđi ekki vilji hans,
sem vanur er ađ ráđa.
Látum bara löggufans
leiđan gaur ónáđa.

Ef út međ góđu ekki fer,
ein er leiđ úr vanda:
Löggan út hann leiđa ber,
líkt og mótmćlanda.


mbl.is Davíđ segir ekki af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Norđurţing í gíslingu Alcoa og sveitarstjórnarmeirihlutans

Nú hefur Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráđherra, sagt ađ líklega sé of seint ađ stöđva framkvćmdir viđ Helguvík en um leiđ bent réttilega á ađ öll áform Alcoa um álver viđ Bakka norđan Húsavíkur liggja niđri og raunar orđiđ mjög ólíklegt ađ ţar rísi nokkurn tímann álver. Mér ţykir miđur ef ekki er hćgt ađ stöđva framkvćmdir viđ Helguvík en fagna um leiđ einarđri afstöđu umhverfisráđherra gagnvart álvershugmyndum Alcoa og meirihluta sveitarstjórnar Norđurţings međ sveitarstjórann í broddi fylkingar:

1. Samningur milli Alcoa og Landsvirkjunar um orku vegna fyrirhugađs álvers viđ Bakka rann út sl. haust og var ekki framlengdur.

2. Til er viljayfirlýsing meirihluta sveitarstjórnar Norđurţings og Alcoa, sem aldrei fór formlega fyrir sveitarstjórn Norđurţings. Ţessi viljayfirlýsing er um ađ heimamenn semji ekki um orkusölu til annarra ađila en Alcoa og rennur út nćsta haust.

3. Landsvirkjun og Ţeistareykir ehf. eru farin ađ líta til annarra ađila um orkusölu.

4. A.m.k. 2 fyrirtćki hafa sýnt áhuga á ađ reisa kísilflöguverksmiđju í landi Norđurţings og nota orku frá Ţeistareykjum til framleiđslunnar.

5. Slík verksmiđja gćti skapađ meira en 150 störf. Hún ţarf mun minni orku en álver og raunar er hćgt ađ fullnćgja orkuţörfinni nú ţegar. Mengun frá slíkri verksmiđju yrđi a.m.k. 10 sinnum minni en frá álveri.

6. Húsvíkingar geta fengiđ kísilflöguverksmiđju - núna!

7. Sveitarstjóri og meirihluti sveitarstjórnar veifa úreltri viljayfirlýsingu og hrópa hjáróma: "Álver - Alcoa, álver - Alcoa". Afstađa meirihlutans gćti leitt til ţess ađ viđ missum af ţessu tćkifćri.

8. Er meirihluti sveitarstjórnar Norđurţings á móti annarri atvinnuuppbyggingu í hérađinu en álveri? Ćtlar meirihlutinn ađ láta sveitarstjórann og Alcoa teyma sig áfram á asnaeyrunum nćstu árin og jafnvel lengur?

9. Eđa fer ţađ fyrir brjóstiđ á meirihlutanum ađ kísilflöguverksmiđjan er dćmi um "eitthvađ annađ" í bođi VG?


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dabbi fer - en fer hann kvurt?

Stjóra Seđlabanka burt.
Breiđur strigakjaftur:
Dabbi fer - en fer hann kvurt?
Í frambođ kannski aftur?
mbl.is Einn Seđlabankastjóri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband