Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Datt mér ekki drulla í hug ...

... Davíð áfram situr.
Vísar Jóku víst á bug,
vondi kallinn bitur.

Hvernig losna skal við skömm?
Skít, sem situr fastur?
Hand- má enga væna, vömm
á villing, sem er hastur.

Rektu kallinn, ráðherra,
rum, sem staðan bola.
Hafðu annars háð verra
en hentistefnurola.

Fyrir dyrum vond er vá:
Vill hann ekki fara.
Látt'ann út af launaskrá,
ljóta strákinn bara.

Stjóra Seðlabanka burt,
breytum vondum lögum:
Skítlegt eðli skal ei kjurt,
sem skömm er þjóðarhögum.

Verði ekki vilji hans,
sem vanur er að ráða.
Látum bara löggufans
leiðan gaur ónáða.

Ef út með góðu ekki fer,
ein er leið úr vanda:
Löggan út hann leiða ber,
líkt og mótmælanda.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurþing í gíslingu Alcoa og sveitarstjórnarmeirihlutans

Nú hefur Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, sagt að líklega sé of seint að stöðva framkvæmdir við Helguvík en um leið bent réttilega á að öll áform Alcoa um álver við Bakka norðan Húsavíkur liggja niðri og raunar orðið mjög ólíklegt að þar rísi nokkurn tímann álver. Mér þykir miður ef ekki er hægt að stöðva framkvæmdir við Helguvík en fagna um leið einarðri afstöðu umhverfisráðherra gagnvart álvershugmyndum Alcoa og meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings með sveitarstjórann í broddi fylkingar:

1. Samningur milli Alcoa og Landsvirkjunar um orku vegna fyrirhugaðs álvers við Bakka rann út sl. haust og var ekki framlengdur.

2. Til er viljayfirlýsing meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings og Alcoa, sem aldrei fór formlega fyrir sveitarstjórn Norðurþings. Þessi viljayfirlýsing er um að heimamenn semji ekki um orkusölu til annarra aðila en Alcoa og rennur út næsta haust.

3. Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. eru farin að líta til annarra aðila um orkusölu.

4. A.m.k. 2 fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að reisa kísilflöguverksmiðju í landi Norðurþings og nota orku frá Þeistareykjum til framleiðslunnar.

5. Slík verksmiðja gæti skapað meira en 150 störf. Hún þarf mun minni orku en álver og raunar er hægt að fullnægja orkuþörfinni nú þegar. Mengun frá slíkri verksmiðju yrði a.m.k. 10 sinnum minni en frá álveri.

6. Húsvíkingar geta fengið kísilflöguverksmiðju - núna!

7. Sveitarstjóri og meirihluti sveitarstjórnar veifa úreltri viljayfirlýsingu og hrópa hjáróma: "Álver - Alcoa, álver - Alcoa". Afstaða meirihlutans gæti leitt til þess að við missum af þessu tækifæri.

8. Er meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings á móti annarri atvinnuuppbyggingu í héraðinu en álveri? Ætlar meirihlutinn að láta sveitarstjórann og Alcoa teyma sig áfram á asnaeyrunum næstu árin og jafnvel lengur?

9. Eða fer það fyrir brjóstið á meirihlutanum að kísilflöguverksmiðjan er dæmi um "eitthvað annað" í boði VG?


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi fer - en fer hann kvurt?

Stjóra Seðlabanka burt.
Breiður strigakjaftur:
Dabbi fer - en fer hann kvurt?
Í framboð kannski aftur?
mbl.is Einn Seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband