Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þakkir til þeirra íbúa Norðurþings, sem studdu okkur

Sem félagi í Húsavíkurdeild Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs vil ég þakka öllum þeim íbúum Norðurþings, sem greiddu flokknum atkvæði sitt í Alþingiskosningunum 25. apríl sl. Ég lofa fyrir mitt leyti að ég mun ekki láta mitt eftir liggja í baráttunni gegn framlengingu nauðasamnings núverandi meirihluta í sveitarstjórn við Alcoa.
Við verðum að fara að nýta þó ekki væri nema hluta af orkunni á Þeistareykjum til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu. Við höfum ekki efni á að bíða í 10-20 ár í viðbót.

Baráttukveðjur 1. maí

Ég fór á 1. maí fund Stefnu, félags vinstri manna, á Akureyri í morgun. Hörkugóður fundur. Einar Már Guðmundsson flutti þrumandi ræðu um kreppuna, orsakir hennar og afleiðingar og hvað ber að gera við útrásarvíkingana: Taka af þeim peningana, sem þeir rændu af þjóðinni. Þá var ljóðalestur og fjöldasöngur og Tjarnardúettinn Kristján og Þórarinn Hjartarsynir fluttu nokkur baráttulög.
Eitthvað annað en á Húsavík þar sem formaður stéttarfélagsins sá ástæðu til að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum að loknum kosningum að það væri þungt hljóðið í Húsvíkingum nú þegar loksins hillir undir vinstri stjórn í landinu að lokinni 18 ára samfelldri frjálshyggjustjórn. Ég sé nú ekki að hann þurfi að hafa miklar áhyggjur því að skv. Skarpi ætlar meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings að halda sveitarfélaginu áfram í gíslingu Alcoa með framlengingu nauðasamningsins í haust.

Ísland úr NATO
Ísland utan ESB


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband