Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Úrsögn úr VG

Ég hef ekki bloggað um alllangt skeið þar sem þetta er of mikil tímasóun að mínu mati. Ástæða þess að ég sendi þetta frá mér er að hin svo kallaða vinstri stjórn skuli voga sér að setja lög á verkfall flugvirkja.

Fyrir um 11 dögum aflýstu flugumferðarstjórar verkfallsaðgerðum vegna hótana þessarar sömu ríkisstjórnar um að setja lög á aðgerðirnar. Laugardaginn 13. mars sagði ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði með þessum orðum:

"Hér með segi ég mig úr Vinsrihreyfingunni - grænu framboði.

Þetta er ekki lengur spurning um málamiðlanir. Ég get ekki verið í, starfað með, né stutt flokk, sem notar aðferðir fasista við lausn kjaradeilu. Spurningin snýst ekki um hvað viðkomandi stétt hefur í laun miðað við aðrar stéttir né heldur hvort það hafi verið taktískt rétt hjá stéttinni að krefjast kjarabóta við núverandi aðstæður. Það er grundvallaratriði að vinstri stjórn og vinstri flokkar láta verkfallsréttinn alveg í friði. Ef ráðist er á eina stétt er þetta eingöngu tímaspursmál hvenær ráðist verður á næstu - og síðan hvort önnur mannréttindi, svo sem tjáningar- og skoðanafrelsi, verða fótum troðin.

Ég þakka ykkur fyrir samstarfið og harma að flokkurinn, sem ég átti þátt í að stofna, skuli hafa leiðst á glapstigu þeirra afla, sem aldrei bregðast íhaldinu og ráðandi stéttum þegar á bjátar."

Ég leyfi mér að benda á að Hitler, Mussolini og Franco höfðu einmitt almanna- og þjóðarhagsmuni í húfi þegar þeir settu lög, sem bönnu m.a. verkföll, uppsagnir launafólks og fleiri þess háttar mannréttindi, sem alþýðu þess tíma þóttu svo mikilvæg að hún var jafnvel fús til að deyja fyrir þau frekar en að gefa þau eftir. Þessi mannréttindi hafa hins vegar alltaf verið íhaldinu, auðvaldinu og ráðandi stéttum mikill þyrnir í augum. Nú hefur afturhaldi Íslands borist nýr liðsauki úr þeirri átt er síst skyldi. Og Ögmundur þegir þunnu hljóði.

Á Alþingi er ys og þys,
illa lærð hver baga.
Hræsnisdruslur helvítis
hanga þar á snaga.


mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband