Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hefðum mátt ganga aðeins lengra.

Góðar tillögur hjá VG eins og við mátti búast. Þó hefði flokksráðsfundurinn mátt krefjast afnáms verðtryggingar. En hvað um það, hugmyndir VG eru miklu betri en hálfkák frjálshyggjuskrílsins í ríkisstjórninni.
mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manuals-in-PDF.com: Aðvörun

Mig vantaði bækling um ákveðna gerð flatskjár þannig að ég fór á vefinn, leitaði og fann - eða það taldi ég. Ég nýskráði mig inn á síðuna, pantaði bæklinginn og greiddi með VISA kortinu mínu gegnum PayPal. Allt svínvirkaði og mér var sagt að þetta gæti tekið nokkra tíma að fara í gegn. Í morgun var bæklingurinn klár í niðurhal og ég sótti hann en komst að því að hér var ekki sábæklingur á ferð, sem ég pantaði. Eftir að hafa grannskoðað pöntunina og sannfærst 100% um að mistökin lágu hjá síðunni en ekki mér sendi ég þeim póst og bað um leiðréttingu. Síðan hef ég sent þeim nokkra ítrekunarpósta, bæði gegnum síðuna og í tölvupósti. Ekkert svar. Þessir andskotar hafa haft af mér 9.99 dollara, sem er svo sem ekki stór upphæð en viðskiptahættirnir eru ekki í lagi. Þess vegna set ég þessa aðvörun hér inn ef vera kynni að aðrir þyrftu að leita sér að leiðbeiningabæklingum á vefnum. Síðan heitir manuals-in-pdf.com og ég ráðlegg öllum að láta hana alveg eiga sig.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband