Opið bréf til útvarpsstjóra

Eftirfarandi bréfkorn sendi ég útvarpsstjóra í tölvupósti rétt áðan og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ef fólk vill nota sama orðalag er það velkomið.

"Ég undirritaður og einn af eigendum Ríkisútvarpsins, sem þér veitið forstöðu fyrir hönd þjóðarinnar, mótmæli því að þér hótið fyrrum fréttamanni RÚV málssókn fyrir það eitt að birta áður óbirt viðtal við Geir H. Haarde, forsætisráðherra 30% þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum. Ég mótmæli því að fréttamaðurinn fyrrverandi sé þvingaður með þessum hætti að skila upptöku viðtalsins til RÚV og að biðjast afsökunar á að hafa birt viðtalið. Ég krefst þess að þér segið af yður sem útvarpsstjóri hið snarasta.

Björgvin R. Leifsson
brell@simnet.is"


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband