Bankahrunsflokkurinn heldur Alþingi enn í heljargreipum málþófsins!

Flokkurinn, sem lagði grunninn að kreppunni á Íslandi með Davíð krist sinn í broddi fylkingar, vogar sér nú að halda Alþingi Íslendinga í heljargreipum málþófs gegn löngu tímabærum lýðræðislegum umbótum.
Bankahrunsflokkurinn er á móti:
1. Stjórnlagaþingi kosnu af þjóðinni, sem hefur það hlutverk að setja landinu nýja stjórnarskrá.
2. Lýðræðislegum umbótum á kosningalöggjöfinni.
3. Að þjóðin ráði yfir og eigi auðlindir sínar, þ.m.t. óveiddan fisk í sjónum.
4. Að Alþingi hafi starfsfrið til að vinna að góðum málum í þágu meirihluta þjóðarinnar.
Þannig mætti lengi telja. Á hinn bóginn vill kreppuflokkurinn einkavæða bankana aftur þannig að við getum farið aðra kollsteypu. Þeir sem kjósa flokk Davíðs krists lýsa um leið yfir stuðningi við þá efnahagsstjórn síðastliðinna 18 ára sem ekki aðeins hefur gert ávinning þjóðarsáttarinnar að engu, heldur hefur leitt íslensku þjóðina þangað sem hún er núna: Á barmi gjaldþrots og fyrirlitna af öðrum þjóðum.

x V


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ætli Sjálfstæðismenn hafi nokkurn tíma íhugað hvað einn dagur í innantómt blaður á Alþingi kostar þjóðina ?

Það er nánast hlálegt að heyra þá væla um að "Það hafi gleymst að tala við þá um breytingar á stjórnarskrá".  Það veit hvert mannsbarn hvernig vinnubrögð þeir sjálfir ástunda og innifalið í því er ekki upplýsingamiðlun og samráð. 

Anna Einarsdóttir, 3.4.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Framsókn var 12 ár í stjórn, Samf. í tæp 2 ár, virðis vera svolítið erfitt fyrir suma að muna það að XD voru ekki einir í stjórn. Íslendingar höfðu það mjög gott megnið af þessum 18 árum. Af hverju fengu XD alltaf umboðið endurnýjað ef allt var svona vonlaust í landinu

Haukur Gunnarsson, 3.4.2009 kl. 23:43

3 identicon

Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort einhver geti bent mér á bloggara sem er Sjálfstæðismaður, sem hefur einhvern tíman verið ósammála flokkslínunni í einhverju máli? Ég er að velta þessu upp vegna þess að þó ég styðji Samfylkinguna, þá er ég ekkert alltaf sammála öllu sem þar er gert og hika ekki við að gagnrýna það ef svo ber undir, en þessir bloggarar sem eru Sjálfstæðismenn, eru ALLTAF sammála FLOKKNUM. Er ekki einn einasti Sjálfstæðismaður sammála því að það væri nú gott að geta haft eitthvað með málin að segja og þess vegna sé það réttlætanlegt að breyta stjórnarskrá til að bæta lýðræðið. En nei, þeir eru ALLIR sammála FLOKKNUM og FORYSTUNNI.

Valsól (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

eru sjálfstæðismenn á móti því að þjóðinn kjósi um stjórnarskránna? nei það eru þeir ekki. eru þeir á móti því að stjórnarskránni verði nauðgað til uppfylla einhverja blauta drauma vinstri manna í von um nokkur atkvæði fyrir kosningar? já það eru þeir.

til hamingju vinstrimenn og stoðhækjan framsókn. ykkur er að takast að gera stjórnarskrá lýðveldisins að marklausu plaggi sem engin mun bera virðingu fyrir.

og segðu mér eitt. hvað finnst þér um sólahringsræðu Jóhönnu? var hún aðförð að lýðræðinu eða meiga bara sumir vera með skoðanir? er það það sem núverandi stjórnarflokkar boða? skoðana kúgun og höft á tjáningarfrelsinu? það virðist allavega vera því ekki má neinn andmæla heilagri Jóhönnu án þess að vera hengdur. 

upplýstu okkur frekar hvaða flokkar stóðu helst við bakið á útrásarbankavíkingunum og unnu með þeim að því markmiði að þeir gætu átt alla fjölmiðla landsins. hverjir voru það? var það sjálfstæðisflokkurinn sem reyndi að koma böndum á einokuninna með fjölmiðlalögum? eða var það útrásarsleikjuflokkurinn sem er allt í einu vitur eftir á eftir að útrásin hrundi? 

hvernig er samband Össurar og sjeiksins af quatar? og milljarðarnir sem töpuðust á að fara ekki í orku útrás til malasíu með FL group? 

Fannar frá Rifi, 4.4.2009 kl. 00:12

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll aftur Fannar. Sjálfstæðismenn vilja EKKI að þjóðin fái að kjósa um nýja stjórnarskrá. Ertu nokkuð búinn að gleyma að framsókn var ykkar "stoðhækja" í 12 ár? Jóhanna er amk málefnalegri en málþofsmenn þínir í bankahrunsflokknum. Þeir flokkar sem stóðu helst við bakið á útrásarbankavíkingunum voru: Bankahrunsflokkurinn, kreppuflokkurinn og íhaldsflokkurinn, einnig oft rangnefndur sjálfstæðisflokkur. Ég hef þegar svarað þér varðandi álit mitt á fjölmiðlalögunum og þátt krata og ÓRG í þeim skrípaleik en úr því að þú spyrð aftur er hér tilvitnun í sjálfan mig frá 8.5. 2004:

"Það er út af fyrir sig merkilegt að fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar skuli fá meira pláss í fréttum og á Alþingi en útlendingalögin og lögin gegn atvinnuöryggi opinberra starfsmanna. En látum það liggja á milli hluta. Það vita allir sem vilja að fjölmiðlafrumvarpið beinist fyrst og fremst gegn ákveðnu fyrirtæki í persónulegri krossferð forsætisráðherra íslenskra atvinnurekenda gegn Baugsveldinu eða öllu heldur Baugsfeðgum. En er það ekki bara allt í lagi? Ef það verður til þess að Baugur missir ægivald sitt í íslenskum fjölmiðlaheimi, þá sé ég bara ekkert athugavert við það. Miklu nær væri fyrir vinstrimenn, sem ættu að vera andvígir allri samþjöppun valds, að styðja frumvarpið með ákveðnum breytingum. Í fyrsta lagi að breyta frumvarpinu í frumvarp til laga gegn auðhringum og auðhringamyndun. Í annan stað að setja lög um þjóðnýtingu banka, olíufélaga og fiskveiðikvóta. Í þriðja lagi að segja Ísland úr EES. Og í fjórða lagi að breyta stjórnarskránni þannig að einkaeignarréttur á framleiðslutækjum þjóðarinnar verði afnuminn. Úr því að Dabbi er orðinn svona mikill sósíalisti er um að gera að hamra járnið...."

Björgvin R. Leifsson, 4.4.2009 kl. 00:43

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fannar.  Þú kommentar fjölmiðlaklisjuna dag eftir dag eftir dag.... og skiptir þá engu um hvað er verið að ræða.  Það er liðin tíð að sjálfstæðismenn geti heilaþvegið fólk. 

Hvernig væri að þið sjálfstæðismenn færuð að verða málefnalegir ?

Hvað finnst ykkur um stjórnlagaþingið ?

Anna Einarsdóttir, 4.4.2009 kl. 00:44

7 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Enn og aftur er Haukur Gunnarsson ekki að fatta hvernig bloggið virkar......hættu að nota ENTER takkann svona mikið.

PS hverjir voru það svo sem að réðu innst inni allann þennann tíma (síðustu 18 ár)? svar: Ránfuglinn

Hvað náði Framsóknarflokkurinn fram af sínum stefnumálum með Ránfuglinum síðan 1995? það þætti mér gaman að vita......

Hilmar Dúi Björgvinsson, 4.4.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband