Úrsögn úr VG

Ég hef ekki bloggað um alllangt skeið þar sem þetta er of mikil tímasóun að mínu mati. Ástæða þess að ég sendi þetta frá mér er að hin svo kallaða vinstri stjórn skuli voga sér að setja lög á verkfall flugvirkja.

Fyrir um 11 dögum aflýstu flugumferðarstjórar verkfallsaðgerðum vegna hótana þessarar sömu ríkisstjórnar um að setja lög á aðgerðirnar. Laugardaginn 13. mars sagði ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði með þessum orðum:

"Hér með segi ég mig úr Vinsrihreyfingunni - grænu framboði.

Þetta er ekki lengur spurning um málamiðlanir. Ég get ekki verið í, starfað með, né stutt flokk, sem notar aðferðir fasista við lausn kjaradeilu. Spurningin snýst ekki um hvað viðkomandi stétt hefur í laun miðað við aðrar stéttir né heldur hvort það hafi verið taktískt rétt hjá stéttinni að krefjast kjarabóta við núverandi aðstæður. Það er grundvallaratriði að vinstri stjórn og vinstri flokkar láta verkfallsréttinn alveg í friði. Ef ráðist er á eina stétt er þetta eingöngu tímaspursmál hvenær ráðist verður á næstu - og síðan hvort önnur mannréttindi, svo sem tjáningar- og skoðanafrelsi, verða fótum troðin.

Ég þakka ykkur fyrir samstarfið og harma að flokkurinn, sem ég átti þátt í að stofna, skuli hafa leiðst á glapstigu þeirra afla, sem aldrei bregðast íhaldinu og ráðandi stéttum þegar á bjátar."

Ég leyfi mér að benda á að Hitler, Mussolini og Franco höfðu einmitt almanna- og þjóðarhagsmuni í húfi þegar þeir settu lög, sem bönnu m.a. verkföll, uppsagnir launafólks og fleiri þess háttar mannréttindi, sem alþýðu þess tíma þóttu svo mikilvæg að hún var jafnvel fús til að deyja fyrir þau frekar en að gefa þau eftir. Þessi mannréttindi hafa hins vegar alltaf verið íhaldinu, auðvaldinu og ráðandi stéttum mikill þyrnir í augum. Nú hefur afturhaldi Íslands borist nýr liðsauki úr þeirri átt er síst skyldi. Og Ögmundur þegir þunnu hljóði.

Á Alþingi er ys og þys,
illa lærð hver baga.
Hræsnisdruslur helvítis
hanga þar á snaga.


mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

- Heldur þykir mér saxast á limina hans Björns mín, er sagt að eiginkona Axlar-Björns hafi sag þegar böðlarnir voru að dunda sér við að höggva bónda hennar í spað. Ekki ætla sé að líkja VG við frægasta ferðaþjónustubónda okkar Snæfellinga, en ansi eru nú samt farnar að kvarnast tennurnar úr VG, sem í árdaga virtist ætla að verða frækin flokkur.

Nú er staðan sú, að vinstrisósíalistar á Íslandi verða að taka sig til og hugsa sín ráð. Eða eigum við ef til vill bara að láta flokksforystu VG fórna okkur eins og kiðlingum á altari borgarastéttarinnar?   

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 19:15

2 identicon

Það var að berast fréttatilkynning. Vinstri grænir leggjast alfarið gegn eldgosi á Fimmvörðuhálsi, enda sé svæðið vinsælt hjá ferðamönnum. VG vilja ekki sjá neitt brölt hjá náttúruöflunum, sem ekki hefur farið í umhverfismat og þarf að bíða eftir mati áður en gos er heimilt. Hugsanlegt er að lög verði sett sem banna eldgos. (á að vera brandari)

en aftur að flugvirkjum 318.000 kr. mán. laun eftir 5 ára nám erlendis - eru það há laun? Eftir 15 ár með 26.5% eru launin orðin 402.000 - Enn og aftur eru þetta há laun????? Spyr sá sem ekki veit.... 

inga (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 19:52

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Samfó notar VG fyrir hækju,eins og íhaldið frammsókn, VG og Frammarar gjalda fyrir að vera í stjórn með þessum flokkum.Frammarar þó sínu ver af því að hann er mun minni en Sjallarnir.

Þórarinn Baldursson, 22.3.2010 kl. 19:58

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ef Hreyfingin hefði félagaskrá þá gætir þú látið skrá þig þar en bara... velkominn í Hreyfinguna, einu þingmennina sem kusu gegn lögunum. Ps. Birgitta er í London að þræta við þarlenda.

Baldvin Björgvinsson, 22.3.2010 kl. 20:47

5 identicon

Ég hef grun um að þessar aðgerðir flugvirkja hafi verið settar af stað til að koma ríkisstjórninni í vanda og til að koma henni frá. Þarna sé einfaldlega sjálfstæðisflokkurinn að verki. Með því að koma stjórnvöldum í þá stöðu að allir kostir séu slæmir. Ef ekki hefðu verið sett lög, þá hefði það verið gott fyrir þá sem segja að stjórnin sé aðgerðalaus.

Tek undir með Þórarni. Samfó notar VG ekki aðeins fyrir hækju heldur sem vinnuafl líka.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband