Í skjóli kreppunnar skal enn og aftur ráðist á Ríkisútvarpið, að sjálfsögðu með "frelsið" að leiðarljósi. Svokallaðir "ókeypis" fjölmiðlar eiga mjög erfitt uppdráttar vegna samdráttar á auglýsingamarkaði og Skjáreinn hefur gripið til þess ráðs að kenna RÚV um allt saman - með góðum undirtektum yfirmanna Stöðvar 2, sem er annar "frjáls" fjölmiðill á markaðnum. Mér skilst reyndar að það hafi komið í ljós núna Í vikunni að yfirmenn þessara stöðva séu á bankastjóralaunum og verður fróðlegt að sjá hvort þeir skammta sjálfum sér launalækkun í bráð - en það er önnur saga.
Nú er enginn fjölmiðill frjálsari eða óháðari en eigendur hans leyfa. Það hefur oft sýnt sig á umfjöllun þessara einkareknu fjölmiðla um hin ýmsu mál, að þeir eru ekkert annað en málpípa eigenda sinna. Enn fremur sýna þeir lítið annað en það sem þeir telja að geti aukið áhorfið eða lesturinn - og þar með áhuga auglýsenda á því að auglýsa hjá viðkomandi fjölmiðli. Þetta bitnar yfirleitt á gæðum þátta eða lesefnis. Þessir fjölmiðlar hafa engum skyldum að gegna við áhorfendur eða lesendur.
Enn fremur er vert að staldra aðeins við "ókeypis". Það að við borgum ekki afnotagjöld eða áskrift fyrir Skjáeinn né Fréttablaðið þýðir ekki að þessir fjölmiðlar séu ókeypis. Auglýsendur greiða nefnilega fyrir auglýsingarnar - og ýta síðan kostnaðinum út í verðlagið. Þanng að á endanum eru það neytendur, sem borga brúsann, burtséð frá því hvort við notum þessa fjölmiðla eða ekki.
Það er ekki mikið, sem ég nenni að glápa á á Skjáeinum. Nánast allt efnið eru lélegir og ódýrir bandarískir þættir eða þeirra eigin stælingar á slíkum þáttum. Ekki mun ég gráta þennan fjölmiðil þó að hann legðist af. En ef framlenging á líftíma hans er fólgin í árás á RÚV, þá verð ég að segja að farið hefur fé betra í kreppunni en Skjáreinn.
Telja RÚV þurfa að fara út af auglýsingamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.11.2008 | 14:04 | Facebook
Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- ak72
- annabjo
- annaeinars
- apalsson
- aring
- arnith
- birgitta
- bjarkey
- danjensen
- diesel
- einarolafsson
- gurrihar
- hallormur
- hehau
- helgatho
- hjorleifurg
- hilmardui
- hlynurh
- ingolfurasgeirjohannesson
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- joiragnars
- jonbjarnason
- jonsnae
- kreppan
- kreppukallinn
- ktomm
- larahanna
- little-miss-silly
- olafur-thor
- olofdebont
- runarsv
- runirokk
- sailor
- skessa
- skulablogg
- slembra
- stjaniloga
- thj41
- undirborginni
- vefritid
- vilhjalmurarnason
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.