Skilyrt lán fra ESB

Eftirfarandi frétt birtist á vef RÚV núna í hádeginu:

"Evrópusambandið bauð Íslendingum lán á vildarkjörum vegna fjármálakreppunnar en gerði um leið grein fyrir því að fylgja þyrfti ákvæðum EES-samningsins og ekki mætti mismuna fólki eftir þjóðerni. Þá var lýst þeirri von að deilur Íslands og einstakra aðildarríkja yrðu leiddar til lykta. Loks var útlistað að allar aðildarþjóðir Evrópusambandsins yrðu að samþykkja aðstoðina. Þetta staðfestir Alan Seatter, yfirmaður hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."

Hér er greinilega um að ræða fjárkúgun af verstu sort, sem er upprunnin hjá Bretum og etv Hollendingum. Ljóst er orðið að frestun IMF á láni til Íslands er þrýstingum frá þessum tveimur þjóðum - og yfirstjórn ESB. Líklegt er að ástæða þess að aðrar Evrópuþjóðir fresta lánveitingum til Íslands er þrýstingur frá yfirstjórn ESB, en þær eru flestar bundnar á klafa hins yfirþjóðlega skrýmslis.

Er þetta nú þjóðabandalag sem Ísland á að sækja um aðild að? Er okkur einhver aðstoð í EES samningnum í þessum hremmingum? Hvernig halda menn að staða Íslands væri innan ESB ef hún er svona utan ESB?

Ísland á að segja upp EES samningnum án tafar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Segi það nú. Eflum viðskipti við Asíuríki og jafnvel síðar Afríkuríki. Við erum hvort sem er orðin eitt af þróunarríkjunum, það er ljóst.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband