Óvinir lýðræðisins sitja í ríkisstjórnunum!

Forsætisráðherra Grikklands kyrjar svipaðan söng og starfsbróðir hans á Íslandi. Geir hinn ókúgaði kallar íslenska mótmælendur skríl en sá gríski kallar landa sína óvini lýðræðisins. Í báðum löndunum eru ríkisstjórnirnar rúnar trausti en neita að segja af sér. Í báðum löndunum sitja frjálshyggjuríkisstjórnir sjálftökuliðsins. Í öðru landinu hefur lögregla hinnar ríkjandi stéttar þegar drepið einn mótmælanda. Skyldi það eiga eftir að gerast hér?
Frjálshyggjuskríllinn í ríkisstjórninni er óvinur lýðræðisins, sama hvort er i Grikklandi eða á Íslandi.
mbl.is Óvinir lýðræðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg Hárrétt

en ofbeldi Lögreglu er bara rétt að Byrja

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Diesel

Sammála

áfram Ísland ohf

Diesel, 9.12.2008 kl. 19:57

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Já, hvernig væri að ohf-a ríkisstjórnina og selja hana svo.

Björgvin R. Leifsson, 9.12.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Diesel

Selja ríkisstjórnina? jú, hví ekki. fáum ekki mikið fyrir hana, nema ef að við seljum hana í sirkus eða einhvern grín-þátt, en hver veit hve langt það fer upp í IceSave?

Eitt skilyrði þó, hana verður að selja LANGT í burtu. Kúbu, máske?

Áfram Ísland ohf

Diesel, 9.12.2008 kl. 20:27

5 identicon

Það var ekki frjálshyggjunni að kenna hvernig fór á Íslandi heldur reglur socialistanna í Eb og EES samning þeirra og ríkisábyrgðir á einkafyrirtæki sem fyrir alla sem hafa örlítið stærra sjónarhorn en það sem vinstri grænir aðhillast sjá að hefur steypt okkur í skulda fen.

Nú er eina lausnin fyrir Ísland að hverfa frá hinni miskunnlausu arfleið socialismans á Íslandi með að minnka útgjöld ríkisins, en þessi rosalega þensla ríkisins vann gegn seðlabankanum sem var með skírisvöxtum að reyna að hamla þensluna í þjóðfélaginu en auðvitað gátu seðlabankamenn og sá mikilsvirti maður Davíð Oddson ekki gert neitt ef ríkið ákvað síðan ekki að vinna með þeim heldur gegn.

Núna er tíminn fyrir að við skiptum yfir í alvöru frjálshyggju þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín og þar með gefa mest til þjóðabúsins 

Haraldur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Algjörlega sammála.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sigurður, þú gagnrýnir framkomu Staksteina á blogginu þínu en lýsir þig svo sammála bullinu í Haraldi hér að ofan? Stórkostlegt!

Björgvin R. Leifsson, 9.12.2008 kl. 21:17

8 identicon

Rökin fyrir því að hafa íslensku lögregluna óvopnaða er að ef lögreglan færi að bera skotvopn, þá færu glæpamenn að gera það líka. Sem sagt of mikil áhætta. Af hverju sjá þeir þá ekki áhættuna í því að fara að beita meiri hörku gegn mótmælendum, eins og stendur til að gera með breyttum reglum eftir áramót? Sér B.B. þá ekki hættuna í því að mörg hundruð eða þúsundir mótmælenda gætu farið að sýna meiri hörku á móti? Með afleyðingum sem ég þori ekki að nefna hér.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:15

9 identicon

Ég get ekki séð að þetta sé sambærilet ástand í grikklandi og á íslandi.

Óeirðirnar þar byrjuðu þegar unglingur var skotinn af lögreglu, en hann var ekki að mótmæla neinu, né heldur voru mótmæli í gangi þegar hann var skotinn. saga lögreglunar er að hann hafi verið partur af hóp ungmenna sem réðst á lögregluna með eldsprengjum og hafi verið að kasta einni slíkri og því verið skotinn, en þó að við vitum ekki hversu mikið af því er satt, þá er búið að handtaka lögreglumennina sem áttu hlut af máli og verið að ransaka atburðina til að kæra þá hafi eitthvað verið rangt gert, svo ég sé ekki hvað þessir "mótmælendur" vilja að sé gert meira í því máli.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:53

10 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Mótmæli gegn ríkisstjórn Grikklands voru byrjuð mun fyrr en þau tóku á sig nýja mynd við morðið.

Björgvin R. Leifsson, 10.12.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband