Davíð situr í skjóli krata.

Þegar hægri armur Alþýðubandalagsins sameinaðist Alþýðuflokknum undir nýju nafni var okkur sagt að hið nýja stjórnmálaafl væri stofnað til höfuðs Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni, þáverandi formanni hans. Ef við miðum við árið 1998 tók það Samfylkinguna níu ár að komast í ríkisstjórn með þeim flokki, sem hún ætlaði að koma frá völdum. Þannig hefur hún viðhaldið valdatímabili íhaldsins - tímabili, sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og einn af arkitektunum bak við stofnun Samfylkingarinnar, hóf með Viðeyjarstjórninni 1991.
Hótun ISG til samstarfsflokksins er sennilega án fordæma. Af hverju í ósköpunum þarf hún þessa tylliástæðu til að rjúfa stjórnarsamstarfið, sem er handónýtt hvort sem er? Ríkisstjórnin er ráðalaus gagnvart kreppunni og virðist helst hugsa um að útrásarliðið sleppi frá öllu saman og alþýðan borgi brúsann eins og venjulega.
En þetta útspil krataformannsins ber auðvitað vott um þann fádæma hroka, sem þessi kona er haldin svo aðeins verður jafnað við hroka Davíðs Oddssonar gagnvart bæði þjóð og þingi.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef íhaldið velur að fara EKKI þá leið, sem ISG vill. Hvað gerir hún þá? Mér dettur ekki eitt augnablik í hug að hún standi við stóru orðin.
mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

hún er yellow. segir amk ekki af sér. Kannski táknrænt.

Diesel, 13.12.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Yellow???

Tja, hún er amk táknrænn krati.

Björgvin R. Leifsson, 14.12.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband