Og litlu hægrihjörtun hoppuðu ...

... en lentu á maganum. Allt varð vitlaust i bloggheimum í gærkvöldi þegar Þorleifi Gunnlaugssyni, borgarfulltrúa VG, "varð það á" að senda bréf áfram til fjölmiðla með samþykki bréfritara og forráðamanna. Nafn bréfritara átti að þurrka út en gleymdist. Fjölmiðlar voru ekki seinir á sér að greina frá nafnbirtingunni - en minna fór fyrir fréttum af innihaldi bréfsins - og hægri menn allt frá krötum að íhaldi hoppuðu hæð sína af gleði. Nú skyldi sá vinstri græni finna til tevatnsins. Málinu var líkt við níðbréf Bjarna Harðarsonar um flokkssystur sína og dugði ekki minna en að Þorleifur segði af sér. Og hægri menn fóru að sofa í þeirri sælu fullvissu að morgundagurinn bæri afsögn í skauti sér.
En vöknuðu upp við vondan draum! Ég held að menn hefðu átt að æsa sig aðeins minna þar til sannleikurinn kom í ljós. Þá hefðu færri gert sig að fíflum.
mbl.is Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þarna er Þorleifur að berjast fyrir mjög mikilvægu máli, en það virðist hafa farið framhjá ÖLLUM og umræðan snúist um hvort hann segi af sér eða ekki orðið aðalmálið.

Auðvelt fyrir þá sem ekki þekkja til og halda að það sé hægt að minnka  alstaðar í krónum talið á bara ekki við um þennann málaflokk en þar hefur Þorleifur ágætan skilning á málefninu.

Að gera þetta að einhverju pólitísku þrætuepli er  vinstri eða hægri lýsir bara heimsku.

Við þennann málaflokk er nauðsynlegt að bæta við fjárframlögum í svona árferði.

Sverrir Einarsson, 14.12.2008 kl. 20:21

2 identicon

Afleiðingarnar af þessu máli eru góðar. Sem sé að beina athygli að þessum málaflokki. Líklega það sem Þorleifur ætlast til. Þetta hafa þá verið tóm sjálfsmörk hjá andstæðingum hans.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Diesel

lesið þessa grein

Diesel, 19.12.2008 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband