- en EKKI vetrarsólstöður - eru í dag. Tilefni ljóshátíðar norrænna þjóða - þar til kristnin stal af þeim jólunum. Til eru nokkrar kenningar um uppruna stórrar hátíðar í lok ársins. Ein tengist Forn-Egyptum. Þegar þeir voru að smíða tímatal sitt miðað við sólina, þá komu stjörnufræðingar þeirra sér saman um að árið hlyti að vera 360 dagar, þ.e. hinn fullkomni hringur. 5 daga skekkjan var fljót að koma í ljós og þá var 5 frídögum einfaldlega bætt við árið.
Flokkur: Vísindi og fræði | 21.12.2008 | 11:57 (breytt kl. 21:28) | Facebook
Spurt er
Á að skipa skilanefnd yfir Sjálfstæðisflokknum?
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- ak72
- annabjo
- annaeinars
- apalsson
- aring
- arnith
- birgitta
- bjarkey
- danjensen
- diesel
- einarolafsson
- gurrihar
- hallormur
- hehau
- helgatho
- hjorleifurg
- hilmardui
- hlynurh
- ingolfurasgeirjohannesson
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- joiragnars
- jonbjarnason
- jonsnae
- kreppan
- kreppukallinn
- ktomm
- larahanna
- little-miss-silly
- olafur-thor
- olofdebont
- runarsv
- runirokk
- sailor
- skessa
- skulablogg
- slembra
- stjaniloga
- thj41
- undirborginni
- vefritid
- vilhjalmurarnason
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þegar Kristur stal jólunum? =)
Diesel, 21.12.2008 kl. 12:02
Þegar sama orðfæri er notað í almanakinu ár eftir ár fara menn gjarna að líta svo á að þannig eigi þetta að vera og ekki öðru vísi. Gott dæmi eru orðin sólstöður og sólhvörf. Þessi orð hafa ætíð haft nákvæmlega sömu merkingu, en orðið sólhvörf mun vera eldra. Í Rímbeglu eru þessi orð notuð jöfnum höndum, sólhvörf (eða sólhvarf) á sumar, sólstaða (eða sólstöður) á vetur. Í almanakinu var orðið sólstöður notað um báða atburðina fram til ársins 1849. Þá tekur Jón Sigurðsson upp orðið sólhvörf um þann dag þegar sól er lægst á lofti, en notar áfram sólstöður þegar sól er hæst á lofti. Ekki er ljóst hvers vegna Jón gerði þetta, en orðaval hans hélst óbreytt í almanakinu í nærfellt heila öld, allt fram til ársins 1939 þegar þeir Ólafur Dan og Þorkell breyttu til og tóku aftur að nota orðið sólstöður bæði að sumri og vetri. En svo lengi hafði "reglu" Jóns Sigurðssonar verið fylgt í almanakinu að margir voru orðnir sannfærðir um að sólstöður væru á sumri og sólhvörf að vetri, en ekki öfugt. Aðrir vissu þó betur. Þegar Guðmundur Magnússon þýddi bókina "Hvers vegna - vegna þess", sem Þjóðvinafélagið gaf út á árunum 1890-93, notaði hann orðin sumarsólhvörf og vetrarsólhvörf og gætti þar með samræmis.
Kveðja, Matthías
Ár & síð, 21.12.2008 kl. 12:35
Takk fyrir þetta, þetta vissi ég ekki. Ég taldi víst að "hvörf" táknuðu að sólin er lægst á lofti, "hverfur", en "stöður" þegar hún er hæst á lofti, "stöðug".
Björgvin R. Leifsson, 21.12.2008 kl. 12:39
Þorsteinn Sæmundsson veit hvað hann syngur!
Þegar ég las færsluna þína rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði einhvern tíma gúglað þessi orð og rekist á þetta.
Matthías
Ár & síð, 21.12.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.