Ég átti lítilræði af viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum á fjárvörslureikningi frá því er ég lagði þennan sparnað inn í alþjóðlegan hlutabréfasjóð (alltaf í áhættunni). Ég fékk bréf frá Lansanum um daginn þar sem mér var tjáð að það hefði, öllum til undrunar, myndast um 22% arður í þessum sjóði á árinu! Ég varð náttúrlega bæði ánægður og hissa því ég reiknaði með tapi þarna og sá nú fram á að þessi 22% mundu dekka tapið í LÍF tveimur. Fór í bankann og bað þá m að stofna fyrir mig verðtryggða lífeyrisbók og færa allt út af fjárvörslureikningnum með 22% gróða og öllu saman yfir á hina nýstofnuðu bók. Spurðist fyrir í leiðinni hverju þessi gróði sætti en fékk engin svör við því frekar en í bréfinu góða.
Í dag fór ég inn í einkabankann og sá að búið var að færa upphæðina af fjárvörslureikningnum yfir á lífeyrisbókina. Allt eins og beðið var um nema hvað upphæðin hafði rýrnað um tæp 20%! Ég hringdi náttúrlega strax í bankann og nú voru svörin greið. Frá því að upphæðin var sem hæst með 22% arði í byrjun desember var krónan sett á flot og styrktist einhvern hálfan annan helling gagnvart erlendum gjaldmiðlum, sérstaklega evru. Þannig að "arðurinn", sem enginn vissi hvaðan kom í upphafi reyndist gengisgróði og ég varð fyrir nærri samsvarandi gengistapi!
Gengistapi! Ég fíla mig eins og hver annar útrásarvíkingur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.12.2008 | 13:46 | Facebook
Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
-
ak72
-
annabjo
-
annaeinars
-
apalsson
-
aring
-
arnith
-
birgitta
-
bjarkey
-
danjensen
-
diesel
-
einarolafsson
-
gurrihar
-
hallormur
-
hehau
-
helgatho
-
hjorleifurg
-
hilmardui
-
hlynurh
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jenfo
-
jennystefania
-
jensgud
-
joiragnars
-
jonbjarnason
-
jonsnae
-
kreppan
-
kreppukallinn
-
ktomm
-
larahanna
-
little-miss-silly
-
olafur-thor
-
olofdebont
-
runarsv
-
runirokk
-
sailor
-
skessa
-
skulablogg
-
slembra
-
stjaniloga
-
thj41
-
undirborginni
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha ha, hringrásarvíkingurinn þinn. En með nýjustu þjöppuforritunum þá verður til gróði af inneignum sem að sjálfsögðu tapast þegar á að ná honum út. Eða einhvernveginn svoleiðis :)
Diesel, 22.12.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.