Gengistap!

Ég átti lítilræði af viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum á fjárvörslureikningi frá því er ég lagði þennan sparnað inn í alþjóðlegan hlutabréfasjóð (alltaf í áhættunni). Ég fékk bréf frá Lansanum um daginn þar sem mér var tjáð að það hefði, öllum til undrunar, myndast um 22% arður í þessum sjóði á árinu! Ég varð náttúrlega bæði ánægður og hissa því ég reiknaði með tapi þarna og sá nú fram á að þessi 22% mundu dekka tapið í LÍF tveimur. Fór í bankann og bað þá m að stofna fyrir mig verðtryggða lífeyrisbók og færa allt út af fjárvörslureikningnum með 22% gróða og öllu saman yfir á hina nýstofnuðu bók. Spurðist fyrir í leiðinni hverju þessi gróði sætti en fékk engin svör við því frekar en í bréfinu góða.
Í dag fór ég inn í einkabankann og sá að búið var að færa upphæðina af fjárvörslureikningnum yfir á lífeyrisbókina. Allt eins og beðið var um nema hvað upphæðin hafði rýrnað um tæp 20%! Ég hringdi náttúrlega strax í bankann og nú voru svörin greið. Frá því að upphæðin var sem hæst með 22% arði í byrjun desember var krónan sett á flot og styrktist einhvern hálfan annan helling gagnvart erlendum gjaldmiðlum, sérstaklega evru. Þannig að "arðurinn", sem enginn vissi hvaðan kom í upphafi reyndist gengisgróði og ég varð fyrir nærri samsvarandi gengistapi!

Gengistapi! Ég fíla mig eins og hver annar útrásarvíkingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Ha ha, hringrásarvíkingurinn þinn. En með nýjustu þjöppuforritunum þá verður til gróði af inneignum sem að sjálfsögðu tapast þegar á að ná honum út. Eða einhvernveginn svoleiðis :)

Diesel, 22.12.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband