Formaðurinn á eftir að tala

Humm. Það virðist sem ég þurfi að éta ofan í mig mína hógværu spá í fyrri bloggum í dag um að kratar myndu éta ofan í sig stóru orðin síðan í dag.

En ég ætla samt að bíða með það þar til formaðurinn hefur talað við sína undirkrata. Verði þetta hins vegar niðurstaðan verður mín hógværa spá kokgleypt með ánægju.

Ég ítreka enn fremur þá skoðun mína að ef til stjórnarslita kemur fer best á því að forseti skipi utanþingsstjórn þar til ný stjórn verður mynduð að loknum kosningum. Og að sjálfsögðu verður að kjósa til stjórnlagaþings, þar sem þjóðin setur sér nýja stjórnarskrá. Það má ekki gleymast.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Gleymdi því að ályktun reykvískra krata er á skjön við samþykkt þingflokksins fyrr í dag.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta fyrirbæri sem kallar sig Samfylkingu er ein og hver annar hænsnakofi. Engin stefna, ekki neitt. Ef eitthvað bjátar á hleypur hver í sína átt. samstaðan engin. Samfylkingin vinnur eftir hinu fornkveðna. "Enginn er annars bróðir í leik" Hentar að vísu illa fyrir jafnaðarmannaflokk en svona er þetta bara.

Víðir Benediktsson, 21.1.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband