Þvílíkt yfirklór!

Eftir meira en 100 daga frá bankahruni tekur (eða er látinn taka) einn af ráðherrum kratanna pokann sinn. Allan þennan tíma hefur Samfylkinginn þverskallast við að láta nokkurn sæta nokkurri ábyrgð og í hvert skipti, sem einhver í hennar röðum hefur ljáð máls á slíku hefur formaðurinn verið fljót að þagga niður í viðkomandi.
Nú segir framkvæmdastjóri kratanna að stórleikur Björgvins G. í dag hafi veitt krötunum frumkvæði í stjórn landsins! Hvaða endemis bull og vitleysa er þetta? Þýðir þetta t.d. að ef íhaldið lætur einn ráðherra fara og e.t.v. seðlabankastjóra með að þá sé staðan aftur orðin 1:1 í frumkvæðinu? Þýðir þetta að ef kratarnir halda áfram að mjatla af sér eins og einn ráðherra á dag að þá aukist þar með frumkvæði þeirra þar til þeir vinna frumkvæðiskapphlaupið þegar enginn krataráðherra er eftir í ríkisstjórninni?
Eða er maðurinn bara orðinn kexruglaður?
mbl.is Samfylkingin hefur náð frumkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir eru að reyna að skilgreina sig inn í framtíðina

Áróður og blekkingar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frusssssssssssss

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband