Íhaldið er vandi heimilanna, fyrirtækjanna og Íslands

Bankahrunið í haust var í boði sjálfstæðisflokksins. Það var sjálfstæðisflokkurinn, sem lagði leikreglurnar, sem útrásarvíkingarnir fóru eftir. Nú voga þessir hræsnarar sér að halda Alþingi í heljargreipum málþófs vegna jafn mikils þjóðþrifamáls og stjórnarskrármálið er.

Bankahrunsflokkurinn vill EKKI aukin völd til þjóðarinnar.

Þeir sem kjósa bankahrunsflokkinn eru í raun að leggja blessun sína yfir græðgisvæðinguna, bankahrunið og kreppuna.

Það verður að skipa skilanefnd yfir sjálfstæðisflokknum eins og góður félagi í VG orðaði það um daginn. Þetta getur þjóðin gert með því að kjósa EKKI bankahrunsflokkinn í kosningunum 25. apríl nk. Þá er öruggast að kjósa Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, eina flokkinn, sem ekki tók þátt í sukkinu og varaði alla tíð við afleiðingum þess.

x-V


mbl.is Vilja vísa stjórnarskrármáli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ákvæði um rétt til umhverfis sem stuðlar að heilbrigði og að líffræðilegri fjölbreytni sé viðhaldið". Er það þetta atriði sem er þyrnir í augum sjálfstæðismanna? og einnig atriðið um náttúruauðlindir?

Því sjálfstæðismenn vilja bersýnilega virkja allt sem hægt er að virkja , í algerri einstefnu framkvæmda, og fiskveiðiheimildir séu áfram einkaeign fjármálamanna, ekki þjóðarinnar og gefa því hið öfugsnúna nafn "skynsamleg nýting náttúruauðlinda". Burt séð frá því hvort heildarsamfélagið hagnist á slíku.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

studdir þú forvarnarvinnuna gegn því að útrásarvíkingarnir yrðu með einokunarstöðu á Íslenskum fjölmiðlamarkaði?

studdir þú barráttuna gegn spillingu og viðskiptasiðleysi útrásarinnar í baugsmálinu?

eða tókstu undir með vinstriflokkunum um að útrásar víkingarnir væru svo æðislegir alveg þangað til að allt hrundi og þannig að þú og aðrir koma fram í dag og segið að þið hafið séð allt fyrir? svona dæmigerð eftir-á-speki. 

Fannar frá Rifi, 2.4.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Fannar frá Rifi og takk fyrir innlitið. Orð þín koma upp um þig! Þú ert greinilega fylgismaður þeirrar stefnu Davíðs K. Oddssonar að Baugsveldið hafi verið sérdeilis slæmir útrásarvíkingar en hins vegar hafi allt verið í góðu lagi með útrásarvíkinga með flokksskírteini í bankahrunsflokknum og framsóknarhækjunni.

Það er ekki alveg sanngjarnt hjá þér að spyrða saman afstöðu kratanna og VG til útrásarvíkinganna, því að meðan að kratar studdu Baugsveldið leynt og ljóst gegn krossferð krists hins nýja vöruðu félagar í VG stöðugt við því sem var að gerast alveg burtséð frá flokksskírteinum útrásarvíkinga. Þar með talið Baugsmönnum.

Ég studdi EKKI ÓRG samningasvikara þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin, sem þó var augljóslega sérstaklega beint gegn Baugsveldinu. Það er ljóst að ÓRG krati var að greiða fyrir allt þotuskutlið og hefði honum verið nær að synja hinum fasísku útlendingalögum Björns Bjarnasonar undirskriftar.

Það fór ENGIN forvarnarvinna né barátta gegn spillingu fram í bankahrunsflokknum, sem vogar sér að kalla sig sjálfstæðisflokk - nema gegn þeim útrásarvíkingum, sem Davíð M Oddsson hafði ekki velþóknun á.

Björgvin R. Leifsson, 3.4.2009 kl. 13:13

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Nú spyr ég VG-menn, átti Jón Bjarnason að hafa vitneskju um yfirvofandi bankahrun vegna þess að sonur hans er/var yfirmaður greiningardeildar Kaupþings ?

En sami maður er umsækjandi um stöðu Seðlabankastjóri...

Þetta er pæling í ljósi þess að vinstri menn hafa yfirleitt talað mikið um fjölskyldutengsl Sjálfstæðismanna...

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.4.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Ingólfur. Ég er ekki viss um að ég skilji spurninguna rétt. Áttu við að Jón hafi leynt einhverri vitneskju, sem hann hafi öðlast gegnum son sinn eða áttu við að Jón hefði átt að hafa slíka vitneskju en ekki haft?

Björgvin R. Leifsson, 3.4.2009 kl. 19:43

6 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ég er viss um að hann hefur EKKI haft vitneskju, hvorki í gegnum son sinn né annan.

En við vitum alveg hvernig fjölskyldutengsl Sjálfstæðismanna hafa verið mikið á milli tannanna á fólki, og margir vinstri menn fullyrt að menn ættu að hafa einhverja vitneskju í gegnum fjölskyldumeðlimi, en það gildir þá væntanlega bara um Sjálfstæðismenn og fjölskyldur þeirra eða hvað ?

Þessvegna var ég nú að velta þessu fyrir mér....

Nú ef að á annað borð menn vissu eitthvað, hvort sem var gegnum fjölskyldumeðlimi eða aðra, þá er það glæpsamlegt ef menn opnuðu ekki munninn, það hlýtur að gilda jafnt um Sjálfstæðismenn og VG...

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.4.2009 kl. 19:57

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég kannast nú ekki við þessar fullyrðingar, sem þú vitnar til. Hins vegar hefur verið töluvert um fjölskyldutengsl í og milli íslenskra fyrirtækja og því er varla að neita að þar hafa íhaldsmenn verið í meirihluta.

Ég veit nú ekki alveg hvernig ég á að svara síðustu spurningunni þinni. Eigum við ekki að segja að þetta ætti að gilda fyrir alla þó að Fjármálaeftirlitið virðist vilja undanskilja blaðamenn? ;-)

Björgvin R. Leifsson, 3.4.2009 kl. 20:12

8 identicon

Þannig var að ef vinstri menn reyndu að gagnrýna útrásar æðið, þá voru þeir úthrópaðir: "meinfýsishlakkandi úrtölumenn" eða: "afturhaldskommatittir", af hægri mönnum. Það er þess vegna dálítið skondið að sjá hægri menn snúa hlutunum svona við núna og eftirá.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband