Góðar fréttir fyrir Húsvíkinga!

Enn minnka líkurnar á að álver verði reist á Bakka norðan Húsavíkur - sem betur fer. Nú VERÐUR meirihlutinn í sveitarstjórn Norðurþings með sveitarstjórann í broddi fylkingar og kratana trítlandi á eftir sér að fara að brjóta áloddinn af oflæti sínu og fara að skoða aðrar lausnir í atvinnumálum sveitarfélagsins í fullri alvöru. Enn er sá möguleiki uppi á borðinu að reisa hér kísilflöguverksmiðju.
Eftir hverju er meirihlutinn að bíða? Kannski að honum verði sópað út í kosningunum 2010 eftir að hafa klúðrað atvinnuuppbyggingu svæðisins á svo fullkominn hátt að fáu verður við jafnað.

x V


mbl.is Fréttaskýring: Áliðnaðurinn á í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

og líka væri athugandi varðandi þessa grænu kapalverksmiðju sem kemur til með að þurfa mun fleiri störf pr. megavatt heldur en álver. og gæti til dæmis komið og nýtt þau ca 50-60 megavött sem nú þegar eru fundin.

Hilmar Dúi Björgvinsson, 8.4.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Og hvað með áburðarverksmiðju? Nú skilst mér að það sé búið að slá hana út af borðinu í Húnaþingi.

Björgvin R. Leifsson, 8.4.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband