Flokkarnir eyða allt of miklu í glamúr kosningabaráttunnar.

Tölurnar um tap og neikvætt eigið fé flokkanna, þ.m.t. míns flokks, sýna svo ekki verður um villst að kosningabaráttan er orðin allt of dýr, enda snýst húnn allt of mikið um auglýsingar á mönnum og slagorðum en minna um pólitíska málefnaumræðu. Þetta verður að breytast og ég hef grun um að eftir bankahrunið og stóraukinn áhuga almennings á stjórnmálum í kjölfarið muni glamúraðferðir ekki skila sér í atkvæðum. Ég bendi á að VG bannaði frambjóðendum í forvali flokksins í ár að eyða fé í auglýsingar.

x - V


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband