Færsluflokkur: Trúmál

Í tilefni dagsins

Hér eru tvær vísur úr Ésúrímum eftir Tryggva Magnússon, sem teiknaði Spegilinn upp úr miðri síðustu öld, skráðar af Helga Hóseassyni eftir minni.

Öll veit borgin atburð þann,
eyðið sorg og voli.
Árla morguns upp reis hann
eins og Þorgeirsboli.

Skelkur flaug í sálarsvið,
sérhver taug var fangin.
Ekki er spaug að eiga við
allan draugaganginn.

Hér er dýrt kveðið með innrími en slíkar ferskeytlur eru oft nefndar hringhendur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband