Færsluflokkur: Ljóð

Í tilefni dagsins

Hér eru tvær vísur úr Ésúrímum eftir Tryggva Magnússon, sem teiknaði Spegilinn upp úr miðri síðustu öld, skráðar af Helga Hóseassyni eftir minni.

Öll veit borgin atburð þann,
eyðið sorg og voli.
Árla morguns upp reis hann
eins og Þorgeirsboli.

Skelkur flaug í sálarsvið,
sérhver taug var fangin.
Ekki er spaug að eiga við
allan draugaganginn.

Hér er dýrt kveðið með innrími en slíkar ferskeytlur eru oft nefndar hringhendur.


Þekkir einhver höfundinn?

Hér eru þrjár gamlar og góðar, sem ég lærði í eldgamla daga þegar ég var bæði ungur og fallegur. Er einhver þarna úti, sem veit hver samdi? Syngja má vísurnar t.d við lagið Hani, krummi, hundur, svín

Á Íslandi er enginn her,
allt í góðu standi.
Kommúnistar komu hér
og kýldu hann úr landi.

Morgunblaðið brunnið er,
að brunanum var gaman.
Kommúnistar komu hér
og kveiktu' í öllu saman.

Seðlabankahúsið hátt
held ég mætti sprengja.
Kommúnistar koma brátt
og kveikiþráðinn tengja.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband