Framboð til stjórnlagaþings

Hér með tilkynnist að ég hef skilað inn gögnum vegna framboðs til stjórnlagaþings. Á stjórnlagaþingi vil ég einkum beita mér fyrir eftirfarandi:

Að einfalda framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna á Íslandi og setja inn ákvæði um skyldu stjórnvalda að fara skilyrðislaust eftir niðurstöðu þeirra.
Að ákvæði verði sett inn í stjórnarskrá um aðskilnað ríkis og kirkju.
Að eignarréttarákvæðið verði endurskoðað með það að markmiði að auðvelda þjóðinni að gera ónýtt/vannýtt framleiðslutæki upptæk án þess að sérstakar greiðslur komi fyrir.
Að skerpt verði á frelsisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Að valdsvið forseta Íslands verði skilgreint með nákæmum hætti.
Að stjórnvöldum verði bannað að framselja vald til erlendra aðila hvers konar.
Að full yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum verði tryggð.

Bakgrunnur minn:
Fjölskyldumaður, á 3 börn og 6 barnabörn.

Nám og störf:
BS próf í líffræði og MS próf í sjávarlíffræði frá Háskóla Íslands ásamt gráðu í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla.
Kennslu- og stjórnunarstörf við Fjölbrautaskólann á Akranesi og Framhaldsskólann á Húsavík í 30 ár samtals.
Rannsóknastörf fyrir Náttúrustofu Norðausturlands.

Stjórnmálaskoðanir og starf í stjórnmálahreyfingum:
Kommúnisti, skráður í Rauðan vettvang. Stofnfélagi í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði en sagði mig úr flokknum 13. mars sl. þegar sett voru lög á verkfall flugvirkja.

Síða á Facebook: http://www.facebook.com/group.php?gid=108112279251916


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband