Áfram RÚV!

RÚV stendur fyrir Ríkisútvarpið, þ.e. útvarp allra landsmanna. Þetta er eina útvarpið í landinu, sem á skyldum að gegna við landsmenn, bæði hvað varðar menningartengt efni, dagskrárgerð og öryggisútsendingar. Þess vegna styð ég eftirfarandi:

1. Að tekinn verði upp nefskattur í stað afnotagjalds.
2. Að auglýsingar kringum barnaefni verði bannaðar.
3. Að banna innsetningu auglýsinga í þætti og vöruinnsetningu.

4. Að ofh-ið verði tekið aftan af Ríkisútvarpinu og það gert aftur að Ríkisútvarpinu.
5. Að núverandi útvarpsstjóri verði látinn fara.
6. Að RÚV taki afstöðu með fólkinu í landinu - gegn valdstjórninni.
7. Að RÚV fái aukin fjárframlög frá ríkinu.

Að öðru leyti en að framan greinir er ég andvígur því að RÚV sé gert að minnka auglýsingatíma sinn eins og frumvarpið gerir ráð fyrir - nema aðrar tekjur komi á móti og séu tryggðar.


mbl.is Gjald vegna RÚV verður 17.900
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég las yfir listann þinn þá rifjaðist upp fyrir mér ummæli stjórans á BBC (gæti hafað verið ríkismiðill í öðru landi, komið smá síðan ég las þetta) sem voru eitthvað á þá leið að þegar það væri hægri stjórn að þá væri skylda BBC að vera til vinstri og gagnrýna allt sem stjórnin gerði og ef það væri vinstri stjórn þá væri skylda BBC að vera til hægri og gagnrýna allt sem stjórnin gerði. Hann kom þessu miklu betur frá sér en inntakið var að óháð hver situr við stjórn þá á ríkisfjölmiðill alltaf að vera óháður þeim.

Anna (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:29

2 identicon

Hvernig geturu talað um að RÚV sé útvarp allra landsmanna og í næsta orðinu þá krefstu þess að RÚV taki afstöðu með "fólkinu" í landinu og gegn valdstjórninni. Þér hlýtur að vera ljóst að RÚV er útvarp landsmanna en ekki aðeins þeirra sem vilja koma stjórnvöldum í burt, þannig að RÚV ætti þess vegna að vera hlutlaus aðili en ekki áróðurs gagn ykkar sem vilja stjórnvöld burt. Vonandi áttaru þig á bullinu sem þú settir niður á blað og þeirri þversögn sem felst í þessu hjá þér.

Hannes (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Hannes. Anna orðar þetta svo miklu betur en ég :)

En eins og þú hefur tekið eftir þá hefur RÚV að mestu tekið afstöðu með frjálshyggjuríkisstjórninni og lögreglu hennar. Það finnst mér þversögn.

Björgvin R. Leifsson, 10.12.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Diesel

Sammála þér Björgvin Rúnar

ohf ið burt, Pál burt.

Áfram Ísland ohf.

Diesel, 10.12.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég verð nú minnst var við það hjá ríkisútvarpinu af öllum fjölmiðlum - en það hefur þó farið vaxandi með árunum, það er rétt. En þá verðum við að berjast gegn því. Við megum ekki láta íhaldið taka okkar fjölmiðil af okkur. Allir aðrir fjölmiðlar eru einkareknir og þar með háðir eigendum sínum og þeirra hagsmunum. Allt tal um frjálsa og óháða fjölmiðla er út í hött. Ríkisútvarpið á að vera háð hagsmunum eigenda sinna, þ.e. almennings, en ekki stjórnvalda.

Björgvin R. Leifsson, 11.12.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband