Grýlukvæði ið nýja

Davíð hét karlugla
leið og ljót
með brúnleita hönd
og bláan fót.

Í Svartloftum áð'ann
við Engeyjarsund,
var stundum með krullhaus
en stundum hund.

Á krónunni valt það
hvort Dabbi' átti gott
og hvort hann fékk kikk
í sinn pung og sitt plott.

Meðan krónan var sterk
fékk hann Dabbi kvef
og raulaði ófagurt
útrásarstef.

Er krónan hún féll
og Kaupþing með
þá kættist hans Dabba
klikkaða geð.

Yfirlýsingar
hann út um gaf allt
um IMF, ESB,
appelsín, malt.

Solla hin stirða
'ún stjörf horfði á
og forsætisráðherra
var ei kúgaður þá.

Svo var það eitt sinn
um ókomna tíð
að ríkisstjórnin
sagð' af sér um síð.

Og þau voru öll
svo undurblekkt,
illa til höfð
og aðeins hvekkt.

Þá varð hann Dabbi
einn veslings grís
og varð að eta
það sem úti frís.

Nú íslenska alþýðu
þess eins ég bið
að hún losi sig undireins
við þetta andskotans lið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Sæll Björgvin

Þetta er frábærlega kveðið. Hreint út sagt snilld. 

Áfram táknrænt Ísland ohf

Diesel, 12.12.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Mange tak :-)

Björgvin R. Leifsson, 12.12.2008 kl. 20:01

3 identicon

Frábært ljóð. Það er mikil gróska í því að gera vísur og kvæði um efnahagsástandið. Ef til vill einhver vitundarvakning í vísna og kvæðagerð. Ég bíð bara eftir að skáldið hann Davíð í bleðlabankanum eða einhver hans megin í skoðunum geri kvæði um þessi mál. Það væri óneitanlega tilhlökkunarefni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 02:35

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Takk aftur. Ég fékk innblásturinn í gær þegar ég bjó til kvæðið um Sollu stirðu og Geir hinn ókúgaða. Þar varð mér bloggfyrirsögnin "Solla í djúpum skít" innblástur. Er núna með kvæði um bankakreppu í vinnslu.

Björgvin R. Leifsson, 13.12.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband