Baktrygging verkalýðsforystunnar

Eftirfarandi athugasemd hef ég sett inn á tvær bloggsíður vegna fréttar um formann VR:

Í Dagsbrún í gamla daga þurfti helling af meðmælendum með öllum framboðum. Framboðslistum ásamt meðmælendum átti að skila töluvert fyrir aðalfund. Einu sinni, mig minnir 1976, útilokaði Gvendur jaki mótframboð gegn sér á þeim forsendum að nokkrir meðmælendanna skulduðu félagsgjöld. Þegar það var afgreitt var aðalfundi frestað á þeirri forsendu að óljóst væri hversu margir skulduðu félgasgjöld (og hefðu þar með fullan málfrelsis-, tillögu- og atkvæðarétt á fundinum).
Ég ætlaði að blogga um þessa frétt og hella úr skálum vandlætingarinnar yfir hinn almenna félagsmann i VR. Ákvað svo að kíkja á þau blogg, sem komin voru. Mér sýnist svipaðar baktryggingar í gangi hér og í flestum stéttarfélögum.

Íslensk alþýða þarf að rísa upp gegn forystu flestra stéttarfélaga landsins, sem gerir ekkert annað en að hygla sjálfri sér og á stundum beinlínis vinna gegn hagsmunum félagsmanna - eins og best sést á ASÍ forystunni.


mbl.is Gunnar Páll einn í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er rosalegt að horfa upp á - er þessi maður gjörsamlega samviskulaus ?

Jón Snæbjörnsson, 23.12.2008 kl. 09:48

2 identicon

Ég er félagsmaður í VR og hef fylgst vel með málum þar og langar að leiðrétta þig.  Þú ættir að skoða 20. gr. laga VR sem fjallar um kosningar og er að finna á þessari slóð http://www.vr.is/index.aspx?GroupId=223#kosning.  Ef einhver hefði boðið sig fram á móti Gunnari Páli þá yrði kosið á Nýársfundi félagsins sem haldinn verður 5. janúar nk.  Það er rétt að eingöngu trúnaðarráð og trúnaðarmenn eru kjörgengir á þeim fundi....EN.... frambjóðandi (til formanns) sem ekki er sáttur við niðurstöðu Nýársfundar getur með því að afla sér 40 meðmælenda til viðbótar (þurfti að skila inn 10 til að geta boðið sig fram, semsagt samtals 50 meðmælendur)  getur innan tveggja vikna frá Nýársfundi farið fram á alsherjarkosningu í félaginu....um formann.  Þetta er ekki flóknara en það og mig langaði bara að benda þér á það.

Félagsmaður (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll félagsmaður í VR. Ástæða þess að ég setti þetta inn, bæði sem blogg hjá mér og sem athugasemdir við önnur blogg, eru skrif á bloggi Gísla Baldvinssonar:

http://gislibal.blog.is/blog/gislibal/entry/752647/

Björgvin R. Leifsson, 23.12.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband