Já, en voru menn þvingaðir?

Útgerðarmenn og stjórnendur lífeyrissjóða fara nú mikinn og segjast hafa verið blekktir ýmist af stjórnendum eða eigendum gömlu bankanna nema hvort tveggja sé, til að gera gjaldeyrisskiptasamninga ýmist gegn eða með krónunni eftir því við hvern er talað eða hver skrifar fréttina að því er virðist. Nú kann það vel að vera rétt að þessir aðilar hafi verið blekktir og auðvitað lýsir það siðleysi forsvarsmanna gömlu bankanna.

EN

Voru forsvarsmenn útgerðanna og lífeyrissjóðanna ÞVINGAÐIR til að gera þessa samninga eða létu þeir blekkjast í gróðavoninni - í græðginni? Um það snýst málið miklu frekar, sérstaklega þegar kemur að lífeyrissjóðunum. Hvernig VOGA stjórnendur lífeyrissjóðanna OKKAR að setja peningana OKKAR í áhættuviðskipti? Hvernig eru stjórnir lífeyrissjóðanna skipaðar og hvernig er hægt að setja þær af? Það er löngu tímabært að stjórnir lífeyrissjóða fólksins verði skipaðar af fólkinu.


mbl.is Voru samningarnir partur af „svikamyllu“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Auðvitað voru menn blindaðir af græðgi.

Það trúa því allir að þeir geti orðið ríkir án þess að gera nokkuð og þá trúa menn öllu því rausi sem er sagt við þá. En þeir voru aldrei neyddir til að skrifa undir eitt né eitt, græðgin sá til þess að það var gert.

Diesel, 11.1.2009 kl. 14:33

2 identicon

Ég held að þetta sé nú ekki spurning um þvinganir. Svik eru svik og samningar sem gerðir eru þegar annar aðili, sem hefur yfirburðasamningsstöðu, gefur rangar upplýsingar eða leynir upplýsingum halda ekki gildi sínu.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Einmitt það sem ég sagði - menn tóku þátt í þessum viðskiptum af fúsum og frjálsum vilja - einbeittum græðgisvilja.

Björgvin R. Leifsson, 13.1.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband