Ráða fyrst og spyrja svo!

Þessi frétt er stórundarleg. Hún verður ekki skilin öðruvísi en svo að fyrst sé ráðið í stöðurnar en síðan fari hæfnismatið fram. Á þá að reka nýráðna starfsmenn ef þeir falla á hæfnisprófinu?
mbl.is Lykilstjórnendur Glitnis í hæfnispróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekki betur en að þú sért algerlega að misskilja þetta. Í fyrsta lagi eru menn allajafna ráðnir til reynslu og því eðlilegt að þeir hætti ef í ljós kemur að þeir standa ekki undir væntningum (falla á prófinu). Í öðru lagi kemur skýrt fram að bankinn verði með fræðslu fyrir starfsmenn. Lögin og reglurnar eru það umfangsmikil að það er ekki hægt að ætlast til að menn sem starfa ekki við þær kunni þær til hlýtar. Því er eðlilegt að senda nýja starfsmenn í fræðslu, eins og flest fyrirtæki gera. Glitnir ætlar bara að taka þetta skrefi lengra, lykilstarfsmenn fara í próf úr "nýliðafræðslunni" og verða að standast það ætli þeir að halda vinnunni.  Fyrst þarftu hins vegar að ráða viðkomandi til að geta sent hann í fræðsluna. Eftir sem áður verða starfsmenn ráðnir á grundvelli almennrar hæfni, reynslu, mannkosta o.s.fr.

kv

Gummi

Gummi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:01

2 identicon

Einhver sviðsetning, til að róa almenning.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Takk fyrir innleggið, Gummi, vonandi er þetta eins og þú segir.

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 16:09

4 identicon

Gummi, 

   Þetta getur vel verið. Aftur á móti þá eru menn líklega búnir að læra meirihlutann af þessu í skóla, þannig að einhver smávægileg nýliðafræðsla breytir ekki miklu.

  Þarna er verið að tala um lykilstjórnendur!!

  Þannig að þeir eru líklega menntaðir, en aftur á móti eiga þeir að ganga undir almennt hæfnispróf, og auðvitað á það að vera partur að ráðningarferlinu, en ekki endilega eitthvað próf sem þú fellur eða stendur. Einungis varnagli um að óhæfir menn verði ekki ráðnir, eins og gerðist líklega í stórum stíl fyrir hrunið.

   Ég vona að þú misskiljir þetta ekki.

  KV.

Jóhannes (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband