Íhaldsbloggarar keppast nú við að lýsa andúð sinni á VG og þeim vilja flokksins að ríkisstjórnin fari frá strax og kosningum verði flýtt. Þó er þeim fullljóst að meirihluti þjóðarinnar vill það sama. Hræðsluáróðurinn gegn VG er með ólíkindum miðað við að VG er eini flokkurinn fyrir utan smáflokkana, sem ekki hefur komið nálægt ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins frá 1991.
VG er eini flokkurinn, sem hefur eindregið lagst gegn og varað við þeirri einkavæðingarstefnu íhaldsins og meðreiðarflokka þess, sem leitt hefur þjóðina út í það efnahagshrun, sem hún er komin í.
VG er eini flokkurinn, sem hefur eindregið lagst gegn og varað við þeirri stóriðjustefnu íhaldsins og meðreiðarflokka þess, sem leiddi til gífurlegrar þenslu í þjóðfélaginu, sem erum apð súpa seyðið af núna, og stórkostlegra náttúruspjalla, sem enn sér ekki fyrir endann á.
VG er eini flokkurinn, sem hefur bent á að einkavæðingarstefna íhaldsins og meðreiðarflokka þess myndi leiða til stórskerðingar og verðhækkana á opinberri þjónustu við almenning, þ.e. niðurskurð á velferðarkerfinu, sem kemur alltaf betur og betur í ljós, nú síðast með útspili heilbrigðisráðherra.
VG er eini flokkurinn, sem hefur stutt uppbyggingu smárra og meðalstórra fyrirtækja og sprotafyrirtækja í stað óheftrar stórðiðju.
VG er eini flokkurinn, sem vill hverfa frá einkavæðingarstefnunni og byggja þess í stað aftur upp ódýra, opinbera þjónustu í velferðarkerfinu, svo sem ókeypis menntun og heilsugæslu.
VG er sá klettur, sem staðið hefur gegn helstefnu íhaldsins gagnvart almenningi þessa lands og hefur leitt okkur þangað sem við erum núna á meðan meðreiðarflokkar íhaldsins hafa bogna og brotnað.
VG er eini flokkurinn, sem hefur tekið heils hugar undir kröfurnar um ríkisstjórnina burt og kosningar - alveg frá því í haust.
Er nema von að íhaldinu sé órótt.
Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.1.2009 | 14:53 | Facebook
Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- ak72
- annabjo
- annaeinars
- apalsson
- aring
- arnith
- birgitta
- bjarkey
- danjensen
- diesel
- einarolafsson
- gurrihar
- hallormur
- hehau
- helgatho
- hjorleifurg
- hilmardui
- hlynurh
- ingolfurasgeirjohannesson
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- joiragnars
- jonbjarnason
- jonsnae
- kreppan
- kreppukallinn
- ktomm
- larahanna
- little-miss-silly
- olafur-thor
- olofdebont
- runarsv
- runirokk
- sailor
- skessa
- skulablogg
- slembra
- stjaniloga
- thj41
- undirborginni
- vefritid
- vilhjalmurarnason
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg er ég sammála þessu. Fallegur texti!
Heiðar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:06
Takk fyrir það Heiðar og takk fyrir innlitið.
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 15:23
Heyr heyr!
Ég er einmitt búinn að vera að lesa mikið af þessum viðbjóði sem íhaldið hefur verið að smyrja á netið í dag. Þessi pistill var hressandi tilbreyting. Það er ótrúlegt hvaða áhrif þessi hræðsluáróður hefur haft. Það er til fólk í alvörunni sem trúir því að ef til VG stjórnar kæmi, þá hefðum við bara ríkisstjórn sem ræktaði fjallagrös, bakaði kleinur og myndi mótmæla minnihlutanum í stað þess að sigla þjóðarfleginu.
Annars styð ég Njörð P Njarðvík sem kallar eftir stjórnlagaþingi til að aðskilja löggjafavaldið frá framkvæmdavaldinu. http://www.nyttlydveldi.is/
Pétur
Pétur Örn Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:28
Takk fyrir athugasemdina, Pétur. Ég styð líka hugmyndir um stjórnlagaþing og veit ekki annað en að VG geri það líka. Þjóðin verður að fá að setja sér nýja stjórnarskrá.
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 15:32
Það er rétt, VG styður tillöguna til stjórnlagaþings.
Pétur Örn Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:35
Ég treysti samt ekki VG, þér það segja. Ögmundur hefur ekki mitt traust eftir okkar síðustu samskipti; hann er meira fyrir slúður en staðreyndir - því miður.
Í mínum huga hefur enginn flokkur - eða alþingismaður - mitt traust; þeir eru allir jafn sekir um afskiptaleysi á hag þjóðarinnar, og jafn sekir um lýðskrum og hverjir aðrir.
Atvinnustjórnmálamenn eiga ekki heima í lýðræði, sama í hvaða flokki þeir tilhreyra. VG, xD, xS, xF x-"Fokking fokk" sem þeir sitja. Á Alþingi á að vera fólk sem tengsl hefur við Þjóðina - ekki hagsmunahópa. Atvinnupólitíkusa er auðvelt að kaupa. Það segir Sagan okkur. Er það ekki?
Skorrdal (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:50
Sæll Skorrdal. Ég get eðlilega ekki sagt neitt um samskipti þín við Ögmund, sem ég veit ekkert um. Það er rétt að það er hægt að kaupa atvinnustjórnmálamenn eins og mýmörg dæmi sanna. En lýðræðið sem við búum við býður ekki upp á annað kerfi. Það er hins vegar allt önnur spurning hvort hið borgaralega lýðræði og þingræði sé endilega besta kerfið.
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.