Kemur þetta einhverjum á óvart?

Íhaldið er í heilbrigðisráðuneytinu. Íhaldið er aðalfulltrúi og boðberi nýfrjálshyggjunnar. Þeir komu á komugjöldum á heilsugæslustöðvar, akstursgjöldum á sjúkrabíla o.s.frv. með dyggri aðstoð allra meðreiðarflokka síðan 1991. Þeir ÆTLA að einkavæða alla heilbrigðisþjónustu á Íslandi fái þeir tíma til þess. Komugjöld á sjúkrahús er bara einn angi á þeirri vegferð. Þessi ákvörðun kemur kreppunni ekkert við nema hvað hún er notuð sem afsökun fyrir gjaldtökunni.

Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur alltaf verið á móti öllu, sem snýr að félagslegu öryggisneti, hvort sem það er almenn, ókeypis menntun, almenn, ókeypis heilsugæsla, almannatryggingar, bætur eða annað slíkt. Kreppan er þeim kærkomin afsökun fyrir að flýta þessu afturhvarfi til fyrri tíma, áður en almenningur sótti þessi réttindi með blóðugri baráttu pólitískra verkfalla. Það er allri alþýðu manna hollt að hafa í huga að ofangreind atriði eru ekki sjálfsögð mannréttindi, sem hafa orðið til úr engu og þaðan af síður náttúrulögmál. Með sölu og einkavæðingu hins félagslega öryggisnets er íhaldið að færa okkur aftur til 19. aldar hvað mannréttindi varðar. Hingað til hafa meðreiðarflokkarnir spilað með.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Tími stéttarbaráttunar og allherjarverkfallanna er að vakna á ný.

Víðir Benediktsson, 27.12.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Við þurfum nú sennilega að losna við ASÍ forystuna (og raunar fleiri samtaka launafólks) til að svo megi verða. En miðað við stöðuna í þjóðfélaginu þurfum við ekki verkföll um kaup og kjör, heldur pólitísk verkföll, þar sem m.a. verður krafist afsagnar ríkisstjórnarinnar.

Björgvin R. Leifsson, 27.12.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef verkalýðshreyfingin á ekki að líða undir lok í rólegheitunum er nauðsynlegt að losna við forystsveitir landsambandanna í ASÍ. Sérstakleg er nausynlegt að frelsa Starfsgreinasambandið (áður Verkamannasamband Íslands) undan áþján þeirra vesalinga sem hafa haft sambandið í gíslingu um árabil. Verkafólk skammast sín fyrir forystu samtaka sinna, það er staðreynd sem segir allt sem segja þarf um verkalýðshreyfinguna.

Jóhannes Ragnarsson, 27.12.2008 kl. 14:12

4 identicon

Það fóru tugir milljóna eða hugsanlega 3 stafa tala í milljónum í að borga sjúkrakostnað vegna ótryggðra útlendinga, sem komu til að vinna í þenslunni sem flokkurinn hans Geirs átti stærstan þátt í að skapa. Nokkuð sem var vitað fyrirfram. Sér Geir ekki eftir þeim pening? Og hvað með þá sem ekki eru "flestir" ?

Sammála þessu með forystu ASÍ og verkalíðsfélaganna. Þetta virðist orðinn úrkynjaður hópur manna sem spila með þeim sem þægilegast er hverju sinni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:49

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góð færsla hjá þér, við verðum að gæta að okkar minnstu bræðrum sem hafa nánast ekkert á milli handanna. Ef kostnaður einstaklingsins eykst þá kemur hann seint í meðferð og heildarkostnaðurinn eykst- það er stundum kallað að pissa í skóna sína.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2008 kl. 20:38

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Sammála þér.  Nú eru það þeir sem aurinn eiga sem fá bestu læknismeðferðina.  Okkur er að fara aftur í félagshyggjunni.  Við siglum hraðbyri í átt að Ameríska velferðarkerfinu.

Ólöf de Bont, 31.12.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband