Breytingar á fréttabloggi hvað?

Öll fengum við væntanlega senda tilkynningu frá ritstjórn moggabloggsins þess efnis að frá og með áramótum verði allir að koma fram undir fullu nafni, sem ætla sér að blogga um fréttir mbl.is eða vilja að bloggin þeirra birtist á forsíðu blog.is. Gott og vel. Þegar maður smellir á "Höfundur" á bloggsíðum ætti þá að koma fram fullt nafn - eða hvað? Ákveðinn afturhaldsbloggari kallar sig "Liberal" og skrifar eftirfarandi lýsingu á sjálfum sér:

"Liberal er talsmaður einstaklingsfrelsis, afnámi hafta, og lágmörkunar ríkisafskipta. Liberal er talsmaður skynsemi og frjálslyndis."

Hins vegar kemur nafn þessa einstaklings hvergi fram. Þegar ég smelli á "Höfundur" á mínu bloggi kemur:

"Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Björgvin Rúnar Leifsson". Hins vegar kemur EKKERT fram þegar smellt er á "Höfundur" á bloggsíðu "Liberal".

Því spyr ég: Var þessi tilkynning bara brandari eða gildir hún ekki fyrir alla? Hafa hægrimenn meira ritfrelsi hér en vinstrimenn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Björgvin gleðilegt ár. Skil ekki heldur hvað þeir eru að meina, hef verið með fullt nafn á blogginu mínu, Ari Guðmar Hallgrímsson, nú er ég búinn að fá bréf upp á það að ef ég ekki noti nafnið sem skráð er í þjóðskrá,loki þeir á mig. Ég skrifaði mig löngum Ara G Hallgrímsson, en heiti ekki G svo ég reit fullt nafn þegar ég fékk inngöngu á bloggið. Þjóðskrá kaus aftur á móti að sleppa G-inu fyrir margt löngu, og hafa daufheyrst við óskum mínum um að fá það á sinn stað. Þannig að ef mbl heldur þessu til streitu hætti ég hér.þetta dæmi sýnir að Þjóðskrá er ekki treystandi.

Með kveðju.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.1.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Ari og takk fyrir þessa ábendingu. Ég veit reyndar bæði af því sem komið hefur fram hér hjá öðrum bloggurum og úr starfi mínu sem áfangastjóri að upplýsingar um nafn eru ekki alltaf réttar í Þjóðskrá og er furðulegt að þeir hafi ekki meiri metnað en svo. Meðan að svo er verður ritstjórn moggabloggsins að taka tillit til þessa. Ritstjórnin getur EKKI treyst því að upplýsingar um nafn einstaklinga í Þjóðskrá séu réttar.

Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Diesel

Æi þetta nafnabrengl er að verða svakalega þreytandi...
Afhverju þarf þetta að verða eins og hjá Kínverskum kommúnista bleðlum?

Diesel, 4.1.2009 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband