Árás síonasista var undirbúin burtséð frá öllum vopnahléum.

Nú er komið í ljós - viðurkennt af Ísraelsmönnum - að innrásin á Gaza var í undirbúningi í eitt og hálft ár. Það að Hamas framlengdi ekki vopnahléð fyrir jól skipti engu máli - Ísraelsmenn ætluðu alltaf inn burtséð frá öllum vopnahléum. Nú eru þeir búnir að myrða 500 manns, að mestu konur og börn, og slasa allt að 300 þúsund eða nánast eins marga og alla íslensku þjóðina. Miðað við viðbrögð alþjóðasamfélagsins, sem er kúgað til hlýðni af Bandaríkjastjórn, gætu þeir þess vegna haldið áfram þar til þeir hafa framið sitt "genocide". Sem betur fer eru þeir Gyðingar til, sem styðja ekki aðfarir né stefnu síonista. Það eina, sem virðist geta stöðvað þessa morðhunda er andóf annarra Gyðinga en bæði innan Ísraelsríkis og utan fer sá hópur Gyðinga stækkandi dag frá degi, sem styður ekki síonismann.
mbl.is Æfðu innrásina í átján mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá Ísraelsmönnum - með þessu móti er unnt að lágmarka mannfall óbreyttra borgara - en eins og við vitum staðsetja Hamasliðar vopnabúr sín og bækistöðvar undantekningarlítið í íbúðarhverfum.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Meirihluti látinna eru óbreyttir borgarar og það veistu vel.

Björgvin R. Leifsson, 4.1.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fylgist Ólafur ekki með fréttum....eða vill hann vera í slagtogi með barnamorðingjum....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Tja, það virðist sem hugsjónir nasista og síonista fari saman eins og saltfiskur og kartöflur.

Björgvin R. Leifsson, 4.1.2009 kl. 22:12

5 identicon

Var vopnahlé fyrir 18 mánuðum? Annars var þetta vopnahlé 6 mánaða gamalt þegar Hamas liðar ákváðu að rjúfa það og hefja árásir á Ísrael á ný.

Og hvernig stendur á því að Hamas er allt í einu komið með ný flugskeyti í hendurnar, sem draga þriðjungi lengra en þau sem þeir notuðu fyrir þetta vopnahlé? Jú, Hamas liðar notuðu tækifærið og keyptu sér ný og flottari vopn, á kostnað almennings á Gasa svæðinu.

Þessi óskiljanlega meðvirkni vesturlandabúa með hryðjuverkasamtökum er bæði óskiljanleg og skelfileg.

Þessi múgsefjun á einna helst samsvörun í þriðja ríki nasista og hjá meirihluta Hútúa sem frömdu fjöldamorðin í Rúanda.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:28

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Björgvin þú ferð ekki rétt og satt með.

Frá BBC.

It says 21 of the 70 people killed since the beginning of the ground offensive were children. Some 2,500 people have reportedly also been wounded.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.1.2009 kl. 22:32

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Hilmar. Hamas rufu ekki vopnahlé. Þeir ákváðu hins vegar að framlengja það ekki. Að öðru leyti styðja skrif þín samlíkingu mína um saltfiskinn og kartöflurnar.

Sæll Sigurjón. Tilvitnun þín í BBC er eitthvað skrýtin. Hún byrjar á "It says ... " Hvað er þetta "it"? Það væri líka fínt að fá tengil á tilvitnunina. Frá því að loftárásirnar hófust hafa yfir 500 palestínuarabar verið drepnir. Meirihluti þessa fólks eru konur og börn. Ef það er rétt - sem ég efa - að aðeins 70 hafi verið drepnir frá því innrásin sjálf hófst og þar af 21 barn (30% fallinna), þá er eftir að telja aðra óbreytta borgara af þessum 70.

Björgvin R. Leifsson, 4.1.2009 kl. 22:46

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Björgvin talan sem ég gaf þér er frá upphafi innrásarinnar.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7810804.stm

Kv.Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.1.2009 kl. 22:49

9 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

OK, Sigurjón, þá vorum við ekki að tala um það sama, því að ég átti við frá upphafi loftárásanna. Skv. þessari sömu frétt passar það sem ég sagði.

Björgvin R. Leifsson, 4.1.2009 kl. 22:53

10 identicon

Æ Björgvin, þetta vopnahlé "rann" ekkert út, það var rofið af Hamas, sem byrjaði aftur að skjóta eldflaugum á Ísrael. Svo því sé haldið til haga, þá staðfesta egypskir ráðamenn sem höfðu milligöngu um vopnahléið, að það voru engin tímamörk á því. Sex mánaða gildistími er því lygi, en það kemur þó ekki á óvart að stuðningsfólk hryðjuverkamanna skuli halda henni fram.

En hvers vegna notaði Hamas tímann til að kaupa ný og langdrægari flugskeyti? Eins og allir vita, þá eru þau ekki nothæf nema að takmörku leyti til að verjast árásum. Tilgangur þeirra er sá að ráðast á byggðir Ísraela og drepa óbreytta borgara.

Af hverju kaupa Hamasliðar vopn til að drepa óbreytta borgara, á meðan vopnahléi stendur? Er tilgagurinn ekki augljós?

Hilmar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:59

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef taka á stjórnvöld hér alvarlega, þá ber þeim núna strax að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við viljum ekkert með slíka glæpahunda hafa.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 23:03

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hilmar af hverju eru Ísraelsmenn að vopnast og æfa innrás á gasa í 1 og 1/2 ár á meðan á vopnahléi stendur?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 23:05

13 identicon

Án þess að vera einhver blaðafulltrúi fyrir Ísraelsstjórn, þá geri ég ráð fyrir að Ísraelsmenn hafi viljað ná sigri á þessum hryðjuverkamönnum með lágmarks mannfalli.

Annars stóð þetta vopnahlé ekki í átján mánuði. Hamas rauf það eftir sex mánuði. 

Það mætti líka benda þér Jón Steinar og öðrum á, að öll ríki sem hafa her æfa og hafa áætlanir gegn því sem þau telja sína mestu ógn.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:13

14 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Aftur  nei,  nær 3 þúsund er réttar ekki 300 þúsund.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.1.2009 kl. 23:49

15 identicon

Ólafur, Sigurjón og Hilmar. Þegar fólk reynir að verja sig gagnvart þeim sem ætla sér að ná undir sig því litla sem eftir er af landinu þeirra (eins og við vitum að er stefnan hjá zionistum) og líka að endurheimta hertekið land með heimatilbúnum flaugum, sem minna meir á flugelda en flugskeyti, búin til við frumstæðar aðstæður. Þá kallast það hryðjuverk en þegar öflugum sprengjum er skotið úr há-tæknivæddum þyrlum, þotum og skriðdrekum, af innrásarliði, kostuðum af skattgreiðendum og erlendu stórveldi, þá kallast það að koma á friði. Ja það er margt skrítið......

Væru Hamas-liðar að skjóta þessum flaugum ef palestínufólki hefði verið skilað öllu því mikla landi sem hefur farið undir þessar landnemabyggðir? Væri það ekki besta lausnin að palestínumenn fengju aftur 45% af palestínu?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:39

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Because I do it with one small ship, I am called a terrorist. You do it with a whole fleet and are called an emperor."

~A pirate, from St. Augustine's "City of God"

"The terrorist is the one with the small bomb."

~Brendan Behan

Georg P Sveinbjörnsson, 5.1.2009 kl. 02:14

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mads Gilbert heitir læknir sem nú er mikið vitnað í, því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas.  Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.

Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:

Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»

Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum "frábæra" manni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 08:35

19 identicon

Hvernig er með fosforsprengjurnar sem þeir nota gegn konum og börnum

Israel rains fire on Gaza with phosphorus shells
http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/middle_east/article5447590.ece

 

Ragnar (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:36

20 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæl öll sömul, sem hafið sett inn athugasemdir við þessa bloggfærslu mína og takk fyrir að vera öll málefnaleg burtséð frá skoðunum ykkar. Eitt finnst mér standa upp úr núna og það er hve tölur fréttamiðla eru misvísandi. Ég bið hér með sjálfan mig og aðra afsökunar á að hafa ekki tekið tölum mbl.is með þeim fyrirvara, sem ég geri yfirleitt við tölur allra fréttamiðla. En miðað við RÚV í hádeginu í dag virðist láta nærri að heildarfjöldi látinna á Gaza frá því að loftárásirnar hófust sé á milli 500 og 600 og heildarfjöldi slasaðra kringum 2500 manns. Mér finnst það allt of mikið alveg burtséð frá því áliti, sem menn kunna að hafa á Hamas.

Ég fordæmi útrýmingarherferðir nasista á Gyðingum, hommum, svertingjum og kommúnistum.

Ég fordæmi tilraun til þjóðarmorðs í Rúanda.

Ég fordæmi landvinningastefnu síonista og aðferðir þeirra gagnvart þeirri þjóð, sem bjó í landinu áður en Gyðingar fóru að setjast þar að eftir seinni heimsstyrjöld.

Björgvin R. Leifsson, 5.1.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband