Þingmenn! Takið þátt í mótmælunum.

Þingmenn, hvar í flokki sem þið standið. Mörg ykkar hafa kvartað yfir alræði framkvæmdavaldsins, ráðherraræðinu, yfir þingræðinu. Þið hafið sagt að ráðherrarnir noti Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir sjálfa sig og að borin von sé fyrir óbreytta þingmenn að koma málum í gegn og jafnvel að fá þau tekin fyrir.

Þingmenn! Viljið þið breyta þessu? Viljið þið að Alþingi endurheimti sinn sess sem löggjafasamkunda þjóðarinnar þar sem framkvæmdavaldið lagar sig að löggjafavaldinu en ekki öfugt? Þá er tækifærið núna! Sýnið vilja ykkar í verki og takið þátt í mótmælunum með fólkinu í landinu.


mbl.is Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eétt. Þingmenn hljóta að vera fólk eins og við. Þegar ég hef mætt á Austurvöll, þá hef ég séð Mörð Árnason, nokkrum sinnum og Kolbrúnu Halldórs.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:10

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, hvernig væri að vissir þingmenn gerðust samkvæmir sjálfum sér á morgun?

Jóhannes Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Húnbogi, við skulum ekki gleyma Álfheiði Ingadóttur.

Björgvin R. Leifsson, 19.1.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband