Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
RÚV stendur fyrir Ríkisútvarpið, þ.e. útvarp allra landsmanna. Þetta er eina útvarpið í landinu, sem á skyldum að gegna við landsmenn, bæði hvað varðar menningartengt efni, dagskrárgerð og öryggisútsendingar. Þess vegna styð ég eftirfarandi:
1. Að tekinn verði upp nefskattur í stað afnotagjalds.
2. Að auglýsingar kringum barnaefni verði bannaðar.
3. Að banna innsetningu auglýsinga í þætti og vöruinnsetningu.
4. Að ofh-ið verði tekið aftan af Ríkisútvarpinu og það gert aftur að Ríkisútvarpinu.
5. Að núverandi útvarpsstjóri verði látinn fara.
6. Að RÚV taki afstöðu með fólkinu í landinu - gegn valdstjórninni.
7. Að RÚV fái aukin fjárframlög frá ríkinu.
Að öðru leyti en að framan greinir er ég andvígur því að RÚV sé gert að minnka auglýsingatíma sinn eins og frumvarpið gerir ráð fyrir - nema aðrar tekjur komi á móti og séu tryggðar.
Gjald vegna RÚV verður 17.900 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.12.2008 | 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
„Jesús fæddist 17. júní“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.12.2008 | 10:37 (breytt kl. 10:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frjálshyggjuskríllinn í ríkisstjórninni er óvinur lýðræðisins, sama hvort er i Grikklandi eða á Íslandi.
Óvinir lýðræðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.12.2008 | 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Margir spyrja núna þessarar spurningar í kjölfar þess að lögreglan handtók í dag flesta ef ekki alla þá, sem dirfðust að mótmæla á áhorfendapöllum Alþingishússins. Samkvæmt lögum, sem fasistaríkisstjórnin hefur keyrt í gegnum Alþingi verður lögreglunni einmitt heimilt að handtaka fólk án skýringa eftir að lögin taka gildi um næstu áramót. Svo virðist, því miður, að þó nokkrir bloggarar séu þessu framtaki löggjafans frekar eða mjög hlynntir. Þeir verða þá að sætta sig við ef óeirðalöggan/stormsveitin/fasistarnir ryðst inn á heimili þeirra um miðja nótt og fjarlægir einn eða fleiri úr fjölskyldunni án rökstuðnings eða dóms en örugglega ekki án fasistalaga. Það er enn þá vel innan við ein öld síðan fasistar komust til valda víða í Evrópu og allir ættu að þekkja hinar skelfilegu afleiðingar þess. Nú er ráðist að íhaldinu og þá er alltaf stutt í fasismann innan raða þess.
Við verðum að standa vörð um lýðræðið. Ekki gerir lögreglan það og þaðan af síður Alþingi þessa dagana. Við verðum að mótmæla handtökum á mótmælendum því að annars sitjum við uppi með fasismann áður en kratar sverja af sér tengslin.
Stjórnmál og samfélag | 8.12.2008 | 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.12.2008 | 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftirfarandi bréfkorn sendi ég útvarpsstjóra í tölvupósti rétt áðan og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ef fólk vill nota sama orðalag er það velkomið.
"Ég undirritaður og einn af eigendum Ríkisútvarpsins, sem þér veitið forstöðu fyrir hönd þjóðarinnar, mótmæli því að þér hótið fyrrum fréttamanni RÚV málssókn fyrir það eitt að birta áður óbirt viðtal við Geir H. Haarde, forsætisráðherra 30% þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum. Ég mótmæli því að fréttamaðurinn fyrrverandi sé þvingaður með þessum hætti að skila upptöku viðtalsins til RÚV og að biðjast afsökunar á að hafa birt viðtalið. Ég krefst þess að þér segið af yður sem útvarpsstjóri hið snarasta.
Björgvin R. Leifsson
brell@simnet.is"
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2008 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefán lögreglustjóri segir að handtaka samviskufangans hafi verið lögleg. Ekki ætla ég að efast um það. Lögin eru samin fyrir valdhafana til að viðhalda ríkjandi skipulagi. Mér er til efs að handtökur í ríkjum, þar sem Amnesty International hafa haft afskipti, hafi verið ólöglegar í viðkomandi fasistaríki.
Fráleitt ólögmæt handtaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.11.2008 | 13:58 (breytt kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Betra hefur farið fé
og flutt úr landi.
Áfallastjórnuninni lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.11.2008 | 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.11.2008 | 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bráðum kemur blessuð kreppan,
Bretar fara að hlakka til.
Allir fá þá endurgreiðslu,
í það minnsta hérumbil.
Hver hún verður veit nú enginn,
varla nema Gordon Brown.
Eitt er víst að IceSave verður
IMF við skilyrt lán.
Stjórnmál og samfélag | 10.11.2008 | 19:32 (breytt 11.11.2008 kl. 20:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- ak72
- annabjo
- annaeinars
- apalsson
- aring
- arnith
- birgitta
- bjarkey
- danjensen
- diesel
- einarolafsson
- gurrihar
- hallormur
- hehau
- helgatho
- hjorleifurg
- hilmardui
- hlynurh
- ingolfurasgeirjohannesson
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- joiragnars
- jonbjarnason
- jonsnae
- kreppan
- kreppukallinn
- ktomm
- larahanna
- little-miss-silly
- olafur-thor
- olofdebont
- runarsv
- runirokk
- sailor
- skessa
- skulablogg
- slembra
- stjaniloga
- thj41
- undirborginni
- vefritid
- vilhjalmurarnason
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar