Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Nýjárskveðjur ...

... til allra bloggara á mbl.is, jafnt bloggvina sem annarra, jafnt skoðanasystkina sem andstæðinga. Megi nýja árið verða:

1. Ár kosninga

2. Ár málfrelsis, skoðanafrelsis, tjáningarfrelsis og trúfrelsis

3. Ár upggjörs við frjálshyggjuna, útrásina og afleiðingarnar

4. Ár mótmæla þar til ofangreindum markmiðum er náð.

Baráttukveðjur


Skoðanakönnunum lokið

Ég hef verið með 2 litlar kannanir í gangi síðan snemma í desember:

 

1. Viltu að ríkisstjórnin segi af sér.64 svöruðu. Já sögðu 70,3%, nei sögðu 29,7%

 

2. Styður þú aðgerðir mótmælenda á Alþingispöllum þann 8. desember sl.70 svöruðu. Já sögðu 58,6%, nei sögðu 41,4%

 

Munurinn í fyrri könnuninni telst marktækur skv. samræmisprófun (goodness-of-fit) með 99% öryggi. Munurinn í seinni könnuninni telst ekki marktækur með sömu aðferð.

 

Hitt er svo annað mál hvort úrtökin endurspegli þjóðina Cool


Kemur þetta einhverjum á óvart?

Íhaldið er í heilbrigðisráðuneytinu. Íhaldið er aðalfulltrúi og boðberi nýfrjálshyggjunnar. Þeir komu á komugjöldum á heilsugæslustöðvar, akstursgjöldum á sjúkrabíla o.s.frv. með dyggri aðstoð allra meðreiðarflokka síðan 1991. Þeir ÆTLA að einkavæða alla heilbrigðisþjónustu á Íslandi fái þeir tíma til þess. Komugjöld á sjúkrahús er bara einn angi á þeirri vegferð. Þessi ákvörðun kemur kreppunni ekkert við nema hvað hún er notuð sem afsökun fyrir gjaldtökunni.

Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur alltaf verið á móti öllu, sem snýr að félagslegu öryggisneti, hvort sem það er almenn, ókeypis menntun, almenn, ókeypis heilsugæsla, almannatryggingar, bætur eða annað slíkt. Kreppan er þeim kærkomin afsökun fyrir að flýta þessu afturhvarfi til fyrri tíma, áður en almenningur sótti þessi réttindi með blóðugri baráttu pólitískra verkfalla. Það er allri alþýðu manna hollt að hafa í huga að ofangreind atriði eru ekki sjálfsögð mannréttindi, sem hafa orðið til úr engu og þaðan af síður náttúrulögmál. Með sölu og einkavæðingu hins félagslega öryggisnets er íhaldið að færa okkur aftur til 19. aldar hvað mannréttindi varðar. Hingað til hafa meðreiðarflokkarnir spilað með.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökudólgar og blórabögglar (löng grein)

Þegar bankahrunið varð á Íslandi gerðu stjórnvöld mikið úr því að ekki ætti að fara að leita að sökudólgum (og þaðan af síður blórabögglum) strax, heldur ætti að bíða með hvítþvottinn þar til síðar. Síðan hafa þessi sömu stjórnvöld keppst við að finna hrunadönsurum útgönguleiðir, þannig að þau (eru þau ekki 30 kk + 3 kvk?) tapi nú sem minnstu (og helst græði á öllu saman) og sleppi við alla ábyrgð. Athyglisvert hefur t.d. verið að íslensk stjórnvöld hafa alltaf vísað í heimskreppuna þegar ábyrgð á bankahruninu hér heima ber á góma.

Hér á blogginu hafa menn ýmist litið til hrunadansaranna/útrásarvíkinganna eða stjórnvalda og fjármálaeftirlits/seðlabanka þegar bankahrunið er skoðað (nema náttúrlega HHG, sem kennir slæmum kapítalistum um allt saman). Ég hef t.d. tekið eftir því að hægri sinnaðir bloggarar eru gáttaðir á því að aðrir skuli líta til stjórnvalda um ábyrgð frekar en útrásravíkinganna en á sama tíma er t.d. Evu Hauksdóttur úthúðað fyrir að vilja beina athyglinni að baugsveldinu, sem margur sk. kristinn bloggarinn virðist vera farinn að líkja við Jesú Jósefsson sjálfan.

Ég fyrir mitt leyti ætla að leyfa mér að brydda upp á öðrum sökudólgi. Ég lít reyndar svo á að útrásarvíkingarnir hafi gert nákvæmlega það, sem búast má við af gráðugum kapítalistum í skjóli laga og reglugerða, bæði hér á landi og skv. EES samningnum (sem við þurfum lífsnauðsynlega að segja upp). Enn fremur tel ég ekki að það breyti miklu þó að seðlabankastjóri eða einstaka ráðherrar séu látnir fara. Það þýðir þó ekki að ég gráti það að þetta fólk sé sent heim til sín né heldur að ég styðji ekki baráttuna gegn baugsveldinu, bjöggunum o.s.frv.

Ég ætla sem sé að leyfa mér að stinga upp á þriðja, mögulega sökudólginum, nefnilega því auðvaldsskipulagi, sem við lifum og hrærumst í, kapítalismanum sjálfum. Þetta fyrirbæri tók við af lénsskipulaginu fyrr á öldum, oft með blóðugum byltingum og vissulega illskárra fyrir almenning en það sem á undan var. T.d. afnam kapítalisminn ánauð bænda og gerði þeim kleift að flytjast til hinna vaxandi iðnaðarborga og gerast þar iðnverkamenn á sultarlaunum með alveg jafn langan vinnutíma og forfeður þeirra, en á þessum uppvaxtarárum kapítalismans höfðu iðnverkamenn ekki öðlast neina stéttarvitund. Á þessum tíma voru engin stéttarfélög, engir lífeyrissjóðir, engar bætur af neinu tagi, ekkert félagslegt öryggisnet. Allt þetta kom miklu síðar og kostaði blóðuga baráttu verkafólks um allan hinn vestræna heim og skóp okkur það sem við köllum í dag í heimsku okkar eða hroka sjálfsögð mannréttindi.

Eftir að hafa arðrænt hver sem betur gat í sínu heimalandi skv. eigin löggjöfum (þingræðið er kapítalísk uppfinning til að tryggja að ríkið og ríkisstjórnin sé kapitalistanna - á þessum tímum höfðu eingöngu kapítalistarnir sjálfir og örfáir ríkir uppgjafa lénsherrar atkvæðisrétt og kjörgengi) fóru kapítalistarnir að líta til annarra landa, sér í lagi þeirra, sem landafundirnir miklu höfðu leitt í ljós og lágu nú óbætt hjá garði. Heimsvaldastefnan ruddi sér til rúms, þetta furðufyrirbæri, sem oft hefur skipt um andlit út á við en er enn við lýði (heitir útrás í dag) og Lenín kallaði "æðsta stig auðvaldsins". Eftir að hin evrópsku stórveldi höfðu skipt Afríku og stórum hluta Asíu á milli sín og meira var eiginlega ekki til skiptanna endaði þetta fyrsta tímabil heimsvaldastefnunnar í því uppskiptastríði, sem við köllum heimsstyrjöldina fyrri, sem beinlínis útrýmdi gömlum nýlenduveldum og breytti rótgrónum landamærum í Evrópu svo kortið varð vart þekkjanlegt.

Að þessu tímabili loknu var Evrópa í sárum og nýtt stjórnmálafyrirbæri hafði litið dagsins ljós í Rússlandi. 1917 handtóku bolsévíkar ríkisstjórn þjóðbyltingarmannsins Kerenskís og fyrsta sósíalíska ríkið leit dagsins ljós. Það var ekki nóg með að heimsvaldastefnan hafði beðið sitt fyrsta skipbrot, heldur var hér verið að reyna kenningar, sem Karl Marx og Friðrik Engels höfðu sett fram á 19. öld og gengu vægast sagt í berhögg við hin kapítalísku gildi. Svo fór að örla á kreppu í öllum hinum kapítalíska heimi, þeirri stærstu, sem peningastefnan hafði þekkt hingað til. Kapítalistarnir urðu skíthræddir og leituðu skjóls í því óhugnanlegasta fyrirbæri, sem þeir sjálfir þó skópu: fasismanum.

Fasisminn kom fram um alla Evrópu (þó að hann yrði þekktari í ákveðnum löndum þar sem hann náði yfirhöndinni). Má þar nefna Finnland, Eystrasaltsríkin, lönd á Balkanskaga og víðar. Þessi lönd voru talin útverðir kapítalismans gegn hinu sósíalíska ríki í austri og var lítið til sparað að efla herinn í þessum löndum. Í öðrum löndum báru hínar fasísku stefnur sigur úr býtum og var sums staðar beinlínis hjálpað til valda í blóðugum borgarastyrjöldum eins og á Spáni. Í öllum tilfellum sáu kapítalistar Evrópu og Bandaríkjanna fasismann sem bjargvætt stefnunnar og skipulagsins og um leið sem þann brimbrjót, er mala skyldi sósíalismann i austri mélinu smærra. Minna máli skipti þó að þau fáu borgaralegu réttindi, sem verkalýðurinn hafði þó áunnið sér væri afnuminn á einu bretti og þjóðir, þjóðabrot og ýmsir hópar samfélagsins nú kúgaðir svo sem aldrei hafði sést áður og jafnvel skipulega útrýmt. Það var ekki fyrr en nasistar fóru að ráðast á önnur kapítalísk lönd í Evrópu að ég tali nú ekki um stóru kapítalísku löndin eins og Frakkland og Bretland, að menn sáu að þeir höfðu alið nöðru sér við brjóst, sem eitthvað varð að gera við. Þegar Hitler loksins sneri sér í austur hafði hið nýja andlit heimsvaldastefnunnar leitt til sögulegs viðburðar, þ.e. bandalags Sovétríkjanna og bandamanna gegn afkvæmi þeirra síðarnefndu. Seinni heimsstyrjöldin var að sönnu ekki uppskiptastríð líkt og hin fyrri þó að hún bæri með sér ákveðið uppgjör í Evrópu. Hún markaði heldur ekki endalok fasismans sem öfgahægrisinnaðrar, kapítalískrar stjórnmálastefnu, þó að margir, t.d. HHG, vilji halda slíku fram. En hún skildi Evrópu eftir í slíkum sárum að þungamiðja heimsvaldastefnunnar færðist þaðan til Bandarikjanna. (Það má benda á að í Rússlandi kallar eldra fólk, sem man heimsstyrjöldina, hana "stóra stríðið").

Að lokinni seinni heimsstyrjöldinni tók kalda stríðið við að undirlagi Breta og Bandaríkjamanna með hernaðarbandalögum, vígbúnaðarkapphlaupum og áframhaldandi nýlendukúgun í anda gömlu heimsvaldastefnunnar - og þó. Kanar lærðu dálítið af sögu Evrópu. Í stað þess að vera sjálfir nýlenduherrar fóru þeir einfaldlega inn í löndin með hernaði og komu á fót þeim þóknanlegum leppstjórnum eða gerðu veikburða ríkisstjórnir nýfrjálsra ríkja svo gersamlega fjárhagslega háðar sér að þær gátu sig hvergi hrært án þeirra samþykkis og velþóknunar. Svo rammt kvað að þessu að ekki er laust við að eimi eftir af þessu enn mörgum árum eftir svokölluð endalok kalda stríðsins, sbr. Írak og Afganistan. Það verður að segjast eins og er að Sovétríkin sálugu villtust rækilega af og sögðu beinlínis skilið við leið sósíalismans í baráttunni um heimsyfirráðin á tímum kalda striðsins og tileinkuðu sér grimmt aðferðir þeirrar stefnu, sem stofnandi þeirra kallaði á sínum tíma "æðsta stig auðvaldsins".

Að kalda stríðinu loknu (ef því er þá lokið - svo virðist nú ekki alltaf vera því að amk áróðursstríðið virðist oft í fullum gangi) tók við hægt og sígandi 4. stig heimsvaldastefnunnar, sem er vonandi að líða undir lok um þessar mundir með nýjustu útgáfu heimskreppunnar í boði kapítalismans. Þetta stig hafa kapítalistarnir sjálfir valið að kalla nýfrjálshyggju, en hún felst m.a. í eftirfarandi:
1. Öll ríkisfyrirtæki skulu seld - ríkið má/á ekki að taka þátt í atvinnurekstri. Þetta gildir jafnt um öryggisnet almennings eins og síma og útvarp sem og fjármálastofnanir.
2. Öll félagsleg þjónusta skal einkavædd. Þetta gildir jafnt um heilbrigðis-, mennta- og samgönguþjónustu.
3. Öll áunnin "sjálfsögð" mannréttindi, svo sem tryggingar, skulu afnumin í áföngum. Takið eftir að ég segi áföngum en það á að sjálfsögðu einnig við um liði 1 og 2 að ofan. Með því að gera þetta hææægt er ekki eins mikil hætta á að almenningur, sem er á plasti, rísi upp á afturlappirnar. Það sem fasisminn gerði strax gerir nýfrjálshyggjan smám saman.
4. Kapítalisminn - auðmagnið skal hnattvætt. Til þess að svo megi verða þarf yfirþjóðlegar valdastofnanir, sem hafa meiri völd en einstaka þjóðir. Stofnuð skulu þjóðabandalög til að tryggja að svo verði, svo sem ESB.
5. Á Íslandi skal kalla hnattvæðinguna útrás. Engin lög né reglur má setja, sem gætu hindrað útrásarvíkinga, enda þjóðin á klafa EES samningsins.
6. Ef bólan brestur skal gera allt, sem í valdi ríkisstjórnar kapítalistanna stendur til að hindra rannsókn á hruninu og til að útrásarvíkingarnir sleppi með hámarksgróða út úr öllu saman.

Þannig mætti lengi telja. Ef heimskreppan núverandi boðar endalok nýfrjálshyggjunnar táknar það ekki sjálfkrafa endalok heimsvaldastefnunar og þaðan af síður kapítalismans. Látið ykkur ekki detta eitt augnablik í hug að kapítalistarnir né ríkisstjórnir eða peningastjórnir þeirra muni læra neitt af reynslunni. Sagan sýnir einmitt að það hafa þeir aldrei gert. Það mun koma kreppa eftir þessa kreppu - nema ef við breytum algerlega um þjóðskipulag. Hinn sanni sökudólgur er kapítalisminn.


Óheiðarleg fyrirsögn hjá mbl

Mér sýnast gæsalappirnar í fyrirsögn fréttarinnar vera á röngum stað. Það er ljóst að presttutlan eyðilagði jólin fyrir börnunum. Hins vegar er spurning um heiðarleika prestsins að prédika aðra lygasögu í staðinn.
mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF lánar Íslandi gegnum Pólland

Um daginn var sagt frá því í fréttum að Pólland ætlaði að vera með í lánapakkanum handa Íslandi. Nú bregður svo við að þeir þurfa lán sjálfir. Nú koma nokkrir möguleikar til greina:

1. IMF er að láta okkur fá leynilegt viðbótarlán gegnum Pólland.

2. Við afþökkum lánið frá Pólverjum til að þeir þurfi ekki á IMF aðstoð að halda, svo þeir þurfi nú ekki að hækka stýrivexti og minnka opinber umsvif eins og við en öfugt við alla aðra.

3. Við endurgreiðum Pólverjum lánið strax ef það er þegar komið (og minnkum þannig vaxtabyrðina hja okkur töluvert) eða endurgreiðum það um leið og það kemur.

4. Við lánum Pólverjum sjálf sömu upphæð og þeir lána okkur. Þá er IMF farinn að lána Póllandi gegnum Ísland.


mbl.is Pólland fær lán hjá Alþjóðabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baktrygging verkalýðsforystunnar

Eftirfarandi athugasemd hef ég sett inn á tvær bloggsíður vegna fréttar um formann VR:

Í Dagsbrún í gamla daga þurfti helling af meðmælendum með öllum framboðum. Framboðslistum ásamt meðmælendum átti að skila töluvert fyrir aðalfund. Einu sinni, mig minnir 1976, útilokaði Gvendur jaki mótframboð gegn sér á þeim forsendum að nokkrir meðmælendanna skulduðu félagsgjöld. Þegar það var afgreitt var aðalfundi frestað á þeirri forsendu að óljóst væri hversu margir skulduðu félgasgjöld (og hefðu þar með fullan málfrelsis-, tillögu- og atkvæðarétt á fundinum).
Ég ætlaði að blogga um þessa frétt og hella úr skálum vandlætingarinnar yfir hinn almenna félagsmann i VR. Ákvað svo að kíkja á þau blogg, sem komin voru. Mér sýnist svipaðar baktryggingar í gangi hér og í flestum stéttarfélögum.

Íslensk alþýða þarf að rísa upp gegn forystu flestra stéttarfélaga landsins, sem gerir ekkert annað en að hygla sjálfri sér og á stundum beinlínis vinna gegn hagsmunum félagsmanna - eins og best sést á ASÍ forystunni.


mbl.is Gunnar Páll einn í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengistap!

Ég átti lítilræði af viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum á fjárvörslureikningi frá því er ég lagði þennan sparnað inn í alþjóðlegan hlutabréfasjóð (alltaf í áhættunni). Ég fékk bréf frá Lansanum um daginn þar sem mér var tjáð að það hefði, öllum til undrunar, myndast um 22% arður í þessum sjóði á árinu! Ég varð náttúrlega bæði ánægður og hissa því ég reiknaði með tapi þarna og sá nú fram á að þessi 22% mundu dekka tapið í LÍF tveimur. Fór í bankann og bað þá m að stofna fyrir mig verðtryggða lífeyrisbók og færa allt út af fjárvörslureikningnum með 22% gróða og öllu saman yfir á hina nýstofnuðu bók. Spurðist fyrir í leiðinni hverju þessi gróði sætti en fékk engin svör við því frekar en í bréfinu góða.
Í dag fór ég inn í einkabankann og sá að búið var að færa upphæðina af fjárvörslureikningnum yfir á lífeyrisbókina. Allt eins og beðið var um nema hvað upphæðin hafði rýrnað um tæp 20%! Ég hringdi náttúrlega strax í bankann og nú voru svörin greið. Frá því að upphæðin var sem hæst með 22% arði í byrjun desember var krónan sett á flot og styrktist einhvern hálfan annan helling gagnvart erlendum gjaldmiðlum, sérstaklega evru. Þannig að "arðurinn", sem enginn vissi hvaðan kom í upphafi reyndist gengisgróði og ég varð fyrir nærri samsvarandi gengistapi!

Gengistapi! Ég fíla mig eins og hver annar útrásarvíkingur.


Íhaldsþingmaður meiri jafnaðarmaður en kratarnir!

Öðruvísi mér áður brá. Pétur Blöndal hefði viljað ganga lengra í jafnræðisátt í breytingum á eftirlaunafrumvarpinu en kratakvikindin skv. hádegisfréttum Útvarpsins.
mbl.is Með jöfnuði eða ójöfnuði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann lýgur því!

Geir hinn ókúgaði vissi af þessari heimild hér, sem hann og Solla stirða ákváðu að nýta sér ekki:

http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/751013/

Það þarf enginn að segja mér að hann hafi ekki vitað af tilboði FSA. 


mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband