Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þessi bloggfærsla er ekki tengd við neina sérstaka frétt. Af nógu er svo sem að taka:
Bjarni og Guðni sögðu af sér.
Jónína Ben gengin inn með pólska stólpípu og alles.
Guðmundur góði Steingríms (ég hef áhyggjur AF þessu, ég verð að segja það) genginn inn.
Bjarni genginn út (fékk hann stólpípu eða vildi hann ekki fá stólpípu?).
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Halldórsarmsins mótmælir spillingu einhvers annars flokksarms.
Ég hef alveg misskilið tilgang þessa flokks. Tilgangur hans er náttúrlega ekki pólitík. Hann er skemmtikrafturinn á sviði stjórnmálaflokkanna.
Framsókn er nú í útrýmingarhættu. Það má ekki verða að þessi brandaraflokkur deyi út. Þess vegna lýsi ég yfir stofnun Framsóknarvinafélagsins. Tilgangur félagsins er að vekja athygli kjósenda á að Framsókn er eingöngu til þess að hlæja að. Það er ekki nauðsynlegt að hafa kosið eða ætla að kjósa Framsókn til að geta verið í Framsóknarvinafélaginu.
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2009 | 21:12 (breytt kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í kvöld verður viðtal við ísraelska sendiherrann (-frúna?) um sjónarmið Ísraela eins og það var orðað í kastljósinu.
Nú segi ég eins og Jenný bloggvinkona:
Sjónarmið Ísraela *) minn afturendi!
Ef þessi kona lýsir einhverju öðru en sjónarmiðum síonista skal ég segja "Shalom" hraðar en Vilhjálmur Örn getur sagt "Síon".
*) Hvað þá Gyðinga
Stjórnmál og samfélag | 6.1.2009 | 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Æfðu innrásina í átján mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.1.2009 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Öll fengum við væntanlega senda tilkynningu frá ritstjórn moggabloggsins þess efnis að frá og með áramótum verði allir að koma fram undir fullu nafni, sem ætla sér að blogga um fréttir mbl.is eða vilja að bloggin þeirra birtist á forsíðu blog.is. Gott og vel. Þegar maður smellir á "Höfundur" á bloggsíðum ætti þá að koma fram fullt nafn - eða hvað? Ákveðinn afturhaldsbloggari kallar sig "Liberal" og skrifar eftirfarandi lýsingu á sjálfum sér:
"Liberal er talsmaður einstaklingsfrelsis, afnámi hafta, og lágmörkunar ríkisafskipta. Liberal er talsmaður skynsemi og frjálslyndis."
Hins vegar kemur nafn þessa einstaklings hvergi fram. Þegar ég smelli á "Höfundur" á mínu bloggi kemur:
"Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Björgvin Rúnar Leifsson". Hins vegar kemur EKKERT fram þegar smellt er á "Höfundur" á bloggsíðu "Liberal".
Því spyr ég: Var þessi tilkynning bara brandari eða gildir hún ekki fyrir alla? Hafa hægrimenn meira ritfrelsi hér en vinstrimenn?
Stjórnmál og samfélag | 3.1.2009 | 17:27 (breytt kl. 17:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér eru þrjár gamlar og góðar, sem ég lærði í eldgamla daga þegar ég var bæði ungur og fallegur. Er einhver þarna úti, sem veit hver samdi? Syngja má vísurnar t.d við lagið Hani, krummi, hundur, svín
Á Íslandi er enginn her,
allt í góðu standi.
Kommúnistar komu hér
og kýldu hann úr landi.
Morgunblaðið brunnið er,
að brunanum var gaman.
Kommúnistar komu hér
og kveiktu' í öllu saman.
Seðlabankahúsið hátt
held ég mætti sprengja.
Kommúnistar koma brátt
og kveikiþráðinn tengja.
Stjórnmál og samfélag | 3.1.2009 | 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mótmælt á Austurvelli á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.1.2009 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef breytt höfundarnafni mínu úr Björgvin Rúnar Leifsson í Björgvin R. Leifsson. Nú er að sjá hvort þessi færsla ratar á forsíðu bloggsins.
Jamm, hún gerði það. Skrýtið. Getur verið að mbl-menn séu að heykjast á ritskoðuninni. En allavega ætla ég að halda mig við "R." en ekki Rúnar um tíma og sjá til hvað gerist. Tek fram að ég skrifa nafn mitt yfirleitt með "R." en ekki Rúnar.
Stjórnmál og samfélag | 2.1.2009 | 20:11 (breytt kl. 20:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þremenningunum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.1.2009 | 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- ak72
- annabjo
- annaeinars
- apalsson
- aring
- arnith
- birgitta
- bjarkey
- danjensen
- diesel
- einarolafsson
- gurrihar
- hallormur
- hehau
- helgatho
- hjorleifurg
- hilmardui
- hlynurh
- ingolfurasgeirjohannesson
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- joiragnars
- jonbjarnason
- jonsnae
- kreppan
- kreppukallinn
- ktomm
- larahanna
- little-miss-silly
- olafur-thor
- olofdebont
- runarsv
- runirokk
- sailor
- skessa
- skulablogg
- slembra
- stjaniloga
- thj41
- undirborginni
- vefritid
- vilhjalmurarnason
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar