Vil síður að VG sitji í umboði frammara.

Nú hefur hin "nýja" Framsókn komið með aldeilis flott útspil - að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs falli fram að kosningum í vor að því gefnu að núverandi stjórn springi. Með þessu eru frammarar að segja að þeir megi ekki vera að því að sitja í slíkri stjórn því að þeir séu í pólitískri nafnaskoðun á eigin fortíð en ætli síðan að koma tandurhreinir til leiks í vor án þess að hafa fengið á sig blett af stjórnarsamstarfi fram að þeim tíma.

Ég vona svo sannarlega að þingflokkur VG gleypi ekki við þessu gylliboði. Fari núverandi ríkisstjórn frá fer best á því að forseti Íslands skipi utanþingsstjórn þar til hægt verður að kjósa í vor. Hitt er rétt sem kemur fram í fréttinni að það þarf að kjósa til stjórnlagaþings sem fyrst og helst samtímis alþingiskosningum svo þjóðin geti sett sér nýja stjórnarskrá, ný grunnlög.


mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar kosningar segja Geir og Ingibjörg

Enda ekki von, það er ekki þjóðin, sem er að mótmæla. Nú verður fróðlegt að sjá hvað varaformaður kratanna og kratafélagið í Reykjavík gera í kvöld. Formaðurinn hefur talað! Skyldi einhver éta eitthvað ofan í sig? Ekki kæmi mér það á óvart.

En á meðan Geir hinn ókúgaði og Solla táknræna sigla sinn sjó hada mótmælin áfram.


mbl.is Ekki á kosningabuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er byltingin hafin?

Afleiðingar þess að ríkisstjórn íslenskra útrásarvíkinga situr sem fastast eru nú óðum að koma í ljós og margir bloggarar tala jafnvel um byltingu í því sambandi. Ef grannt er skoðað er sú bylting, sem þjóðin vill ekki ýkja róttæk. Ég hef t.d. engan heyrt né séð krefjast pólitískrar valdatöku verkalýðsins og afnáms einkaeignar á framleiðslutækjum þjóðarinnar (en sú einkaeign er það siðleysi, sem kapítalisminn byggir á). M.ö.o. enginn fer fram á kommúníska þjóðfélagsbyltingu í augnabliinu, enda ekki skilyrði til þess í þjóðfélaginu - enn þá.

Nei, krafa fólksins er í rauninni mjög hógvær. Úr því að ríkisstjórn óþjóðalýðsins neitar að fara frá og boða til kosninga ætlar fólkið að koma henni frá og láta boða til lýðræðislegra kosninga. Fólkið vil sem sé stjórnvaldsbyltingu og það af hógværustu sort - það er ekki eins og þjóðin sé tilbúin með nýja ríkisstjórn. Nei, þjóðin vill fá að kjósa á ný. Hógværara getur það varla orðið.

En eftir því sem ríkisstjórn íslenskra óþokka (RÍÓ) situr fastar er aldrei að vita hvaða stefnu byltingin tekur ...


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn! Takið þátt í mótmælunum.

Þingmenn, hvar í flokki sem þið standið. Mörg ykkar hafa kvartað yfir alræði framkvæmdavaldsins, ráðherraræðinu, yfir þingræðinu. Þið hafið sagt að ráðherrarnir noti Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir sjálfa sig og að borin von sé fyrir óbreytta þingmenn að koma málum í gegn og jafnvel að fá þau tekin fyrir.

Þingmenn! Viljið þið breyta þessu? Viljið þið að Alþingi endurheimti sinn sess sem löggjafasamkunda þjóðarinnar þar sem framkvæmdavaldið lagar sig að löggjafavaldinu en ekki öfugt? Þá er tækifærið núna! Sýnið vilja ykkar í verki og takið þátt í mótmælunum með fólkinu í landinu.


mbl.is Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráða fyrst og spyrja svo!

Þessi frétt er stórundarleg. Hún verður ekki skilin öðruvísi en svo að fyrst sé ráðið í stöðurnar en síðan fari hæfnismatið fram. Á þá að reka nýráðna starfsmenn ef þeir falla á hæfnisprófinu?
mbl.is Lykilstjórnendur Glitnis í hæfnispróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram mótmælendur!

Enn eitt dæmi þess að mótmælin hafa áhrif. Nú gildir að sýna samstöðu og auka þungann í mótmælunum frekar en hitt. Við verðum að koma ríkisstjórn íslenskra óþokka (RÍÓ, sbr. RÍÓ og rögn þess eftir Helga Hóseasson) frá.
mbl.is Bankastjórastöður auglýstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðslegur fréttaflutningur mbl.is

Eru það bara Palestínumenn, sem eru herskáir? Hvernig veit blaðamaður mbl.is að tveir menn í bíl voru herskáir? Er ekki hægt að segja um ísraelska herinn og ísraelsk stjórnvöld að þau séu herská? Er síonisminn ekki herská stefna?

Ísraelsmenn eru búnir að myrða næstum þúsund óbreytta borgara, þar af er meirihlutinn konur og börn. Skv. fréttaflutningi mbl.is voru það allt saman "herskáir" palestínumenn. Þvílíkur viðbjóður.


mbl.is Barist í návígi í Gasaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, en voru menn þvingaðir?

Útgerðarmenn og stjórnendur lífeyrissjóða fara nú mikinn og segjast hafa verið blekktir ýmist af stjórnendum eða eigendum gömlu bankanna nema hvort tveggja sé, til að gera gjaldeyrisskiptasamninga ýmist gegn eða með krónunni eftir því við hvern er talað eða hver skrifar fréttina að því er virðist. Nú kann það vel að vera rétt að þessir aðilar hafi verið blekktir og auðvitað lýsir það siðleysi forsvarsmanna gömlu bankanna.

EN

Voru forsvarsmenn útgerðanna og lífeyrissjóðanna ÞVINGAÐIR til að gera þessa samninga eða létu þeir blekkjast í gróðavoninni - í græðginni? Um það snýst málið miklu frekar, sérstaklega þegar kemur að lífeyrissjóðunum. Hvernig VOGA stjórnendur lífeyrissjóðanna OKKAR að setja peningana OKKAR í áhættuviðskipti? Hvernig eru stjórnir lífeyrissjóðanna skipaðar og hvernig er hægt að setja þær af? Það er löngu tímabært að stjórnir lífeyrissjóða fólksins verði skipaðar af fólkinu.


mbl.is Voru samningarnir partur af „svikamyllu“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir segja að BB hafi víst verið á fundinum ...

... hann huldi bara andlitið eins og hinir aktívistarnir Ninja
mbl.is Fundi lokið í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarvinafélagið

Þessi bloggfærsla er ekki tengd við neina sérstaka frétt. Af nógu er svo sem að taka:

Bjarni og Guðni sögðu af sér.
Jónína Ben gengin inn með pólska stólpípu og alles.
Guðmundur góði Steingríms (ég hef áhyggjur AF þessu, ég verð að segja það) genginn inn.
Bjarni genginn út (fékk hann stólpípu eða vildi hann ekki fá stólpípu?).
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Halldórsarmsins mótmælir spillingu einhvers annars flokksarms.

Ég hef alveg misskilið tilgang þessa flokks. Tilgangur hans er náttúrlega ekki pólitík. Hann er skemmtikrafturinn á sviði stjórnmálaflokkanna.

Framsókn er nú í útrýmingarhættu. Það má ekki verða að þessi brandaraflokkur deyi út. Þess vegna lýsi ég yfir stofnun Framsóknarvinafélagsins. Tilgangur félagsins er að vekja athygli kjósenda á að Framsókn er eingöngu til þess að hlæja að. Það er ekki nauðsynlegt að hafa kosið eða ætla að kjósa Framsókn til að geta verið í Framsóknarvinafélaginu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband