Í kvöld verður viðtal við ísraelska sendiherrann (-frúna?) um sjónarmið Ísraela eins og það var orðað í kastljósinu.
Nú segi ég eins og Jenný bloggvinkona:
Sjónarmið Ísraela *) minn afturendi!
Ef þessi kona lýsir einhverju öðru en sjónarmiðum síonista skal ég segja "Shalom" hraðar en Vilhjálmur Örn getur sagt "Síon".
*) Hvað þá Gyðinga
Stjórnmál og samfélag | 6.1.2009 | 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Æfðu innrásina í átján mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.1.2009 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Öll fengum við væntanlega senda tilkynningu frá ritstjórn moggabloggsins þess efnis að frá og með áramótum verði allir að koma fram undir fullu nafni, sem ætla sér að blogga um fréttir mbl.is eða vilja að bloggin þeirra birtist á forsíðu blog.is. Gott og vel. Þegar maður smellir á "Höfundur" á bloggsíðum ætti þá að koma fram fullt nafn - eða hvað? Ákveðinn afturhaldsbloggari kallar sig "Liberal" og skrifar eftirfarandi lýsingu á sjálfum sér:
"Liberal er talsmaður einstaklingsfrelsis, afnámi hafta, og lágmörkunar ríkisafskipta. Liberal er talsmaður skynsemi og frjálslyndis."
Hins vegar kemur nafn þessa einstaklings hvergi fram. Þegar ég smelli á "Höfundur" á mínu bloggi kemur:
"Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Björgvin Rúnar Leifsson". Hins vegar kemur EKKERT fram þegar smellt er á "Höfundur" á bloggsíðu "Liberal".
Því spyr ég: Var þessi tilkynning bara brandari eða gildir hún ekki fyrir alla? Hafa hægrimenn meira ritfrelsi hér en vinstrimenn?
Stjórnmál og samfélag | 3.1.2009 | 17:27 (breytt kl. 17:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér eru þrjár gamlar og góðar, sem ég lærði í eldgamla daga þegar ég var bæði ungur og fallegur. Er einhver þarna úti, sem veit hver samdi? Syngja má vísurnar t.d við lagið Hani, krummi, hundur, svín
Á Íslandi er enginn her,
allt í góðu standi.
Kommúnistar komu hér
og kýldu hann úr landi.
Morgunblaðið brunnið er,
að brunanum var gaman.
Kommúnistar komu hér
og kveiktu' í öllu saman.
Seðlabankahúsið hátt
held ég mætti sprengja.
Kommúnistar koma brátt
og kveikiþráðinn tengja.
Stjórnmál og samfélag | 3.1.2009 | 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mótmælt á Austurvelli á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.1.2009 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef breytt höfundarnafni mínu úr Björgvin Rúnar Leifsson í Björgvin R. Leifsson. Nú er að sjá hvort þessi færsla ratar á forsíðu bloggsins.
Jamm, hún gerði það. Skrýtið. Getur verið að mbl-menn séu að heykjast á ritskoðuninni. En allavega ætla ég að halda mig við "R." en ekki Rúnar um tíma og sjá til hvað gerist. Tek fram að ég skrifa nafn mitt yfirleitt með "R." en ekki Rúnar.
Stjórnmál og samfélag | 2.1.2009 | 20:11 (breytt kl. 20:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þremenningunum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.1.2009 | 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... til allra bloggara á mbl.is, jafnt bloggvina sem annarra, jafnt skoðanasystkina sem andstæðinga. Megi nýja árið verða:
1. Ár kosninga
2. Ár málfrelsis, skoðanafrelsis, tjáningarfrelsis og trúfrelsis
3. Ár upggjörs við frjálshyggjuna, útrásina og afleiðingarnar
4. Ár mótmæla þar til ofangreindum markmiðum er náð.
Baráttukveðjur
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2008 | 15:27 (breytt kl. 16:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef verið með 2 litlar kannanir í gangi síðan snemma í desember:
1. Viltu að ríkisstjórnin segi af sér.64 svöruðu. Já sögðu 70,3%, nei sögðu 29,7%
2. Styður þú aðgerðir mótmælenda á Alþingispöllum þann 8. desember sl.70 svöruðu. Já sögðu 58,6%, nei sögðu 41,4%
Munurinn í fyrri könnuninni telst marktækur skv. samræmisprófun (goodness-of-fit) með 99% öryggi. Munurinn í seinni könnuninni telst ekki marktækur með sömu aðferð.
Hitt er svo annað mál hvort úrtökin endurspegli þjóðina
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2008 | 15:00 (breytt kl. 15:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íhaldið er í heilbrigðisráðuneytinu. Íhaldið er aðalfulltrúi og boðberi nýfrjálshyggjunnar. Þeir komu á komugjöldum á heilsugæslustöðvar, akstursgjöldum á sjúkrabíla o.s.frv. með dyggri aðstoð allra meðreiðarflokka síðan 1991. Þeir ÆTLA að einkavæða alla heilbrigðisþjónustu á Íslandi fái þeir tíma til þess. Komugjöld á sjúkrahús er bara einn angi á þeirri vegferð. Þessi ákvörðun kemur kreppunni ekkert við nema hvað hún er notuð sem afsökun fyrir gjaldtökunni.
Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur alltaf verið á móti öllu, sem snýr að félagslegu öryggisneti, hvort sem það er almenn, ókeypis menntun, almenn, ókeypis heilsugæsla, almannatryggingar, bætur eða annað slíkt. Kreppan er þeim kærkomin afsökun fyrir að flýta þessu afturhvarfi til fyrri tíma, áður en almenningur sótti þessi réttindi með blóðugri baráttu pólitískra verkfalla. Það er allri alþýðu manna hollt að hafa í huga að ofangreind atriði eru ekki sjálfsögð mannréttindi, sem hafa orðið til úr engu og þaðan af síður náttúrulögmál. Með sölu og einkavæðingu hins félagslega öryggisnets er íhaldið að færa okkur aftur til 19. aldar hvað mannréttindi varðar. Hingað til hafa meðreiðarflokkarnir spilað með.
Standa undir gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.12.2008 | 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- ak72
- annabjo
- annaeinars
- apalsson
- aring
- arnith
- birgitta
- bjarkey
- danjensen
- diesel
- einarolafsson
- gurrihar
- hallormur
- hehau
- helgatho
- hjorleifurg
- hilmardui
- hlynurh
- ingolfurasgeirjohannesson
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- joiragnars
- jonbjarnason
- jonsnae
- kreppan
- kreppukallinn
- ktomm
- larahanna
- little-miss-silly
- olafur-thor
- olofdebont
- runarsv
- runirokk
- sailor
- skessa
- skulablogg
- slembra
- stjaniloga
- thj41
- undirborginni
- vefritid
- vilhjalmurarnason
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar