Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Þið kannist við bankakreppu,
sú kreppa varð gríðarstór.
Geir vissi' ekki hvaðan hún kom
eða hvort hún fór.
Hún gleypti upp gömlu bankana:
Glitni, Landsbanka, Kaupþing.
Frjáls- var ekki -hyggju hent
né Hólmsteinling.
Skuldirnar hærri en hlutir,
hágengiskrónan kolféll.
Fullveldið riðar til falls
og fær smáskell.
Hún veifaði IMF-vofu
og veinaði ESB-söng
var ýmist á Ice- eða -Save
öll dægrin löng.
Því var það að ríkisstjórn rembdist
að ráðfæra sig Davíð við
um hvernig hún ætti að efla
sitt útrásarlið.
Því kreppan mátti ekki eta
eigendur bankanna víst.
Hún mögnuð var mest upp hjá þeim,
sem máttu við síst.
Íslensk skal alþýðan borga.
Hún er því svo dæmalaust vön.
ASÍ fer ekki' í fýlu
né fýlir grön.
En máski eru mótmæli þögul
sá máttur, sem byggt verður á
þegar reið upp sú alþýða rís,
sem rænd var þá.
Burtu með burgeisastéttir
og bleyður í ríkisstjórn
svo ekki verði enn ein
alþýðufórn.
Stjórnmál og samfélag | 13.12.2008 | 19:17 (breytt kl. 20:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spaugilegt | 13.12.2008 | 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Davíð hét karlugla
leið og ljót
með brúnleita hönd
og bláan fót.
Í Svartloftum áð'ann
við Engeyjarsund,
var stundum með krullhaus
en stundum hund.
Á krónunni valt það
hvort Dabbi' átti gott
og hvort hann fékk kikk
í sinn pung og sitt plott.
Meðan krónan var sterk
fékk hann Dabbi kvef
og raulaði ófagurt
útrásarstef.
Er krónan hún féll
og Kaupþing með
þá kættist hans Dabba
klikkaða geð.
Yfirlýsingar
hann út um gaf allt
um IMF, ESB,
appelsín, malt.
Solla hin stirða
'ún stjörf horfði á
og forsætisráðherra
var ei kúgaður þá.
Svo var það eitt sinn
um ókomna tíð
að ríkisstjórnin
sagð' af sér um síð.
Og þau voru öll
svo undurblekkt,
illa til höfð
og aðeins hvekkt.
Þá varð hann Dabbi
einn veslings grís
og varð að eta
það sem úti frís.
Nú íslenska alþýðu
þess eins ég bið
að hún losi sig undireins
við þetta andskotans lið.
Stjórnmál og samfélag | 12.12.2008 | 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Vísbendingar um alvarlega verðhjöðnun í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.12.2008 | 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lag: Nú er Gunna á nýju skónum. Síðasta lína fyrsta erindis fengin að láni frá Haraldi Bjarnasyni, fyrsta bloggara um fréttina.
Enn er Geir hinn ókúgaði
Icesave að fást við hít.
Samfylking í svartnættinu,
Solla í djúpum skít.
Solla stirða er stofuprýði,
stjörnurnar glampar á.
Kvensan leikur við kvurn sinn fingur
með kertin brún og blá.
Krötum er eitthvað órótt líka,
allir brokkandi.
Ilmurinn frá íhaldinu
er svo lokkandi.
Íhaldið í ógnarbasli
á með Davíð sinn.
Fljótur Geiri, finndu snöggvast
far í Evró inn.
Solla er enn í Alþinginu
eitthvað í pólitík.
Indælan skatt hún er að færa
til okkar í táknrænni flík.
![]() |
Hátekjuskattur bara táknrænn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.12.2008 | 13:28 (breytt kl. 14:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RÚV stendur fyrir Ríkisútvarpið, þ.e. útvarp allra landsmanna. Þetta er eina útvarpið í landinu, sem á skyldum að gegna við landsmenn, bæði hvað varðar menningartengt efni, dagskrárgerð og öryggisútsendingar. Þess vegna styð ég eftirfarandi:
1. Að tekinn verði upp nefskattur í stað afnotagjalds.
2. Að auglýsingar kringum barnaefni verði bannaðar.
3. Að banna innsetningu auglýsinga í þætti og vöruinnsetningu.
4. Að ofh-ið verði tekið aftan af Ríkisútvarpinu og það gert aftur að Ríkisútvarpinu.
5. Að núverandi útvarpsstjóri verði látinn fara.
6. Að RÚV taki afstöðu með fólkinu í landinu - gegn valdstjórninni.
7. Að RÚV fái aukin fjárframlög frá ríkinu.
Að öðru leyti en að framan greinir er ég andvígur því að RÚV sé gert að minnka auglýsingatíma sinn eins og frumvarpið gerir ráð fyrir - nema aðrar tekjur komi á móti og séu tryggðar.
![]() |
Gjald vegna RÚV verður 17.900 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.12.2008 | 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í öðru lagi, þá eru engir vírusar þekktir, sem virka á Mac OS X. Skv. apple.is umræðunum, þá eru þekkt örfá svokölluð "exploit", sem krefjast lykilorðs til að geta keyrt sig, þannig að þau eru í raun eins konar trójuhestar.
![]() |
Apple leggur áherslu á vírusvarnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | 10.12.2008 | 10:41 (breytt kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
„Jesús fæddist 17. júní“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | 10.12.2008 | 10:37 (breytt kl. 10:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frjálshyggjuskríllinn í ríkisstjórninni er óvinur lýðræðisins, sama hvort er i Grikklandi eða á Íslandi.
![]() |
Óvinir lýðræðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.12.2008 | 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Margir spyrja núna þessarar spurningar í kjölfar þess að lögreglan handtók í dag flesta ef ekki alla þá, sem dirfðust að mótmæla á áhorfendapöllum Alþingishússins. Samkvæmt lögum, sem fasistaríkisstjórnin hefur keyrt í gegnum Alþingi verður lögreglunni einmitt heimilt að handtaka fólk án skýringa eftir að lögin taka gildi um næstu áramót. Svo virðist, því miður, að þó nokkrir bloggarar séu þessu framtaki löggjafans frekar eða mjög hlynntir. Þeir verða þá að sætta sig við ef óeirðalöggan/stormsveitin/fasistarnir ryðst inn á heimili þeirra um miðja nótt og fjarlægir einn eða fleiri úr fjölskyldunni án rökstuðnings eða dóms en örugglega ekki án fasistalaga. Það er enn þá vel innan við ein öld síðan fasistar komust til valda víða í Evrópu og allir ættu að þekkja hinar skelfilegu afleiðingar þess. Nú er ráðist að íhaldinu og þá er alltaf stutt í fasismann innan raða þess.
Við verðum að standa vörð um lýðræðið. Ekki gerir lögreglan það og þaðan af síður Alþingi þessa dagana. Við verðum að mótmæla handtökum á mótmælendum því að annars sitjum við uppi með fasismann áður en kratar sverja af sér tengslin.
Stjórnmál og samfélag | 8.12.2008 | 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
-
ak72
-
annabjo
-
annaeinars
-
apalsson
-
aring
-
arnith
-
birgitta
-
bjarkey
-
danjensen
-
diesel
-
einarolafsson
-
gurrihar
-
hallormur
-
hehau
-
helgatho
-
hjorleifurg
-
hilmardui
-
hlynurh
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jenfo
-
jennystefania
-
jensgud
-
joiragnars
-
jonbjarnason
-
jonsnae
-
kreppan
-
kreppukallinn
-
ktomm
-
larahanna
-
little-miss-silly
-
olafur-thor
-
olofdebont
-
runarsv
-
runirokk
-
sailor
-
skessa
-
skulablogg
-
slembra
-
stjaniloga
-
thj41
-
undirborginni
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar